Fréttayfirlit

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Munið eftir almenningsopnuninni seinni partinn mánudaga til fimmtudaga. Alltaf eitthvað nýtt! Bækur, tímarit, kiljur, hljóðbækur.
26.09.2012

Umsóknarfrestur í Landsmótssjóð UMSE 2009

Fyrri úthlutun þessa árs fer fram 1. nóvember n.k. Sjóðurinn hefur frá stofnun styrkt margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að starf UMSE geti í framtíðinni orðið enn öflugara. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE s.s. fræðslustarf, útbreiðslu- og kynningarstarf ásamt fleiru. Umsóknarfrestur er til og með 30.09.12
21.09.2012

Námskeið í Dyngjunni - listhúsi

Nú fara námskeiðin að hefjast í Dyngjunni-listhúsi m.a. í jurtalitun og tóvinnu. Upplýsingar í síma 899-8770 og hadda@simnet.is Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit.
20.09.2012

Atvinna: þroskaþjálfi eða önnur uppeldismenntun!

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða starfsmann með aðra uppeldismenntun í 50% starf til að sinna sérkennslu.
20.09.2012

Skemmtihelgi Ungmennaráðs UMFÍ og 0%

Langar þig að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt? Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.
18.09.2012

“Bændur að störfum”- ljósmyndasamkeppni

Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október.
18.09.2012

Þátttaka Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

"Enginn hefur farið varhluta af því sem gengið hefur á hér allt í kringum okkur síðustu daga. Björgunarsveitir og bændur hafa leitað eftir fé víða og höfum við í Dalbjörg tekið þátt í því á fullu."
17.09.2012

Fundarboð 422. fundar sveitarstjórnar, 19.09.2012 kl. 12:00

422. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. september 2012 og hefst kl. 12:00
14.09.2012

Opið hús kl. 14-16 í tilefni 25 ára afmælis leikskóladeildar Hrafnagilsskóla, Krummakots

Föstudaginn 14. september eru liðin tuttugu og fimm ár síðan leikskólinn Krummakot tók til starfa í Eyjafirði. Til að fagna þessum merku tímamótum verður opið hús í Krummakoti milli kl. 14 og 16 á afmælisdaginn.
14.09.2012