Fréttayfirlit

Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa 18. nóvember – um allt land

Frá árinu 1993 hefur þriðji sunnudagur í nóvember verið tileinkaður minningu fórnarlamba umferðarslysa. Starfshópur innanríkisráðuneytisins um Áratug aðgerða annast undirbúning þessa verkefnis.
13.11.2012

Atvinna

Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klukkustundir á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-1335 og/eða í tölvupósti; esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
09.11.2012

Neyðarkall og rafhlöður

Í kvöld hefst yfirferð okkar um sveitarfélagið við að selja Neyðarkallinn og rafhlöður í reykskynjara og verðum við á ferðinni næstu 4-5 kvöld. Við munum byrja næst Akureyri beggja megin og halda fram eftir. Neyðarkallinn seljum við eins og áður á 1500 kr. til fjáröflunar en rafhlöðurnar eru á kostnaðar verði og viljum við minna fólk á mikilvægi þess að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári.
05.11.2012

Námskeiðið "Verndum þau" í samstarfi UMSE við Æskulýðsvettvanginn

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna. Farið verður yfir hvernig bregðast eigi við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er byggt á bókinni "Verndum þau".
05.11.2012

Skólahaldi aflýst í dag

Vegna ófærðar og óveðurs er skólahaldi aflýst í dag. Á þessi tilkynning við um leik- og grunnskóla.
02.11.2012

Dyngjan-listhús. Smá hálmsaga - námskeið

Námskeið um nýtingu á hálmi til nytjamuna, verður haldið í Dyngjunni-listhúsi 15. nóv. kl. 18:30-21:30. verð 6.500.- Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan:
01.11.2012

FUNDARBOÐ Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 424

424. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 31. október 2012 og hefst kl. 12:00
26.10.2012

Umsókn um niðurgreiðslu æfingagjalda utan Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum / forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 - 17 ára styrki vegna íþróttaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar. Frá og með 1. nóvember 2012 verður greiddur styrkur vegna barna sem fædd eru á árunum 1995 - 2006.
25.10.2012

Íbúafundur um menningu og minjar

Menningarmálanefnd boðar allt áhugafólk um menningu, sögu, söfnun heimilda og aðrar minjar í sveitarfélaginu, til fundar þann 10. október kl. 20:00 í matsal Hrafnagilsskóla.
10.10.2012

Íbúafundur - kynning á drögum að nýrri búfjársamþykkt

Miðvikudaginn 17. október kl. 20 verður íbúafundur í matsal Hrafnagilsskóla, þar sem kynnt verða drög að nýrri búfjársamþykkt fyrir Eyjafjarðarsveit. Á fundinum verða Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur og Ásgeir Örn Jóhannsson hdl.
10.10.2012