Fréttayfirlit

Þáttur um Handverkshátíðina á RÚV í kvöld

Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012 verður sýndur í kvöld á RÚV kl: 19:35
30.07.2013

Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit

Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi. Þar eru ýmsar reglur um búfjárhaldið en helstu nýmæli eru þau að vörsluskylda er á öllu búfé neðan fjallsgirðinga allt árið og er búfjárhaldið neðan fjallsgirðinga að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns búfjárins.
17.07.2013

Hrafnagilshverfi IV, breyting á deiliskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. júní 2013, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis IV, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.07.2013
Deiliskipulagsauglýsingar

Gönguferð um miðaldakaupstaðinn Gásir

Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu miðaldakaupstaðarins á Gásum í Eyjafirði? Komdu þá í gönguferð um minjasvæði þessa forna kaupstaðar fimmtudagskvöldið 18. júlí kl 20.
17.07.2013

Íslenski safnadagurinn sunnudaginn 7. júlí 2013

Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum.
02.07.2013

Leggjum rækt við frið

Friðarhlaup er nú hlaupið um allt land og fór hlaupið um Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 30. júní.
01.07.2013