Fréttayfirlit

Lokadagur og lummuveisla í Laufási

Lummuangan finnst um allan Grýtubakkahrepp laugardaginn 31. ágúst þegar Gamli bærinn Laufás og Kaffi Laufás bjóða gestum sínum að ganga í bæinn í síðasta sinn fyrir vetrarlokun. Markaðsstemning verður í Laufási af þessu tilefni. Komdu í heimsókn í stílhreinan burstabæ þar sem þú andar að þér sögu íbúanna í hverju horni. Það er tveir fyrir einn í aðgangseyri þennan dag.
29.08.2013

UMSE býður til frjálsíþróttamóts á Þórsvelli á Akureyri 3. - 5. september n.k.

Mótið er opið öllum, en einnig keppa aðildarfélög UMSE til stiga á mótinu. Mótið hefst kl. 17:00 alla dagana. Opið er fyrir skráningu á mótaforriti FRÍ mot.fri.is
27.08.2013

Lóðir á tilboðsverði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald af lóðum við Bakkatröð í Hrafnagilshverfi tímabundið. Þess í stað er óskað eftir tilboðum í byggingarrétt á lóðunum.
26.08.2013

Göngur 2013

Fyrstu göngur verða 7.-8. sept. en 14. sept. norðan Fiskilækjar. Aðrar göngur verða 21.-22. sept. en 28. sept. norðan Fiskilækjar.
23.08.2013

Árshátíð starfsfólks Eyjafjarðarsveitar

Árshátíð starfsfólks Eyjafjarðarsveitar verður haldin föstudaginn 13. september í Funaborg. Húsið opnar kl. 19:30, borðhald hefst kl. 20:00. Skráning í leik-, grunn- og/eða tónlistarskóla, eða á sundlaug@esveit.is Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Nefndin
22.08.2013

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Upplýsingar um barnalífeyri, þ.e. rétt til barnalífeyris og hvernig sótt er um, má lesa hér í fylgiskjali.
21.08.2013

Vetraropnunartími sundlaugar

Vetraropnunartími sundlaugar hefur tekið gildi og er sem hér segir: Virka daga kl. 6:30 - 21:00 og um helgar kl. 10:00 - 17:00. Íþróttamiðstöð
20.08.2013

Lokað frá kl. 12:00 fimmtudaginn 15. ágúst, vegna jarðarfarar

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá kl. 12:00 í dag, fimmtudag 15. ágúst, vegna jarðarfarar Péturs Róberts Tryggvasonar.
15.08.2013

Að sveitamannasið – Töðugjöld í Gamla bænum Laufási

Sunnudaginn 18. ágúst verða „Töðugjöld“ í Laufási og hefst dagskráin í Laufáskirkju kl. 13.30 þar sem hlýða má á ýmsan fróðleik um hversu mikilvægur heyskapurinn var fyrir menn og skepnur. Söngglaðir sveitungar taka lagið undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur ásamt húskarlinum og einsöngvaranum Þorkeli Pálssyni frá Höfða í Grenivíkurhreppi. Í Gamla bænum verður handverksfólk að störfum og ljósmyndasýning um „þarfasta þjóninn“, sem var eins og viðurnefnið bendir til ómissandi starfskraftur við bústörfin.
14.08.2013

Fundarboð - 435. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

435. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. ágúst 2013 og hefst kl. 12:00
09.08.2013