Fréttayfirlit

Álagning fasteignagjalda 2013

Eyjafjarðarsveit sendir ekki út álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir "Mínar síður". Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm frá 1. febrúar til 1. júní.
05.02.2013

Upplýsingar um barnalífeyri fyrir 18-20 ára ungmenni

Upplýsingar um barnalífeyri, þ.e. rétt til barnalífeyris og hvernig sótt er um.
25.01.2013

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2013 - miðapantanir og miðasala -

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í Íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 2. febrúar næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett kl. 20:30. Veislustjórar kvöldsins verða Oddur Bjarni Þorkelsson og Sævar Sigurgeirsson, söngvarar úr Ljótu hálfvitunum, þrautreyndir leikarar og grínarar. Hljómsveitin Einn og sjötíu leikur fyrir dansi fram á rauða nótt. Miðapantanir og miðasala sem hér segir:
16.01.2013

Sorphirðudagatal 2013

Sorphirðudagatali fyrir 2013 verður dreift um sveitarfélagið með næsta Auglýsingablaði. Dagatalið er einnig að finna undir: Þjónusta - umhverfismál - sorphirða/gámasvæði
15.01.2013

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 - kynningarfundir

Tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 er nú til kynningar. Svæðisskipulagið tekur til sveitarfélaganna sjö við Eyjafjörð þ. e. Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps.
03.01.2013
Svæðisskipulagsauglýsingar