Fréttayfirlit

Fundarboð 439. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

439. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 13. nóvember 2013 og hefst kl. 15:00
11.11.2013

Fjárhagsáætlun - undirbúningsfundur

Laugardaginn 9. nóvember verður haldinn fundur sveitarstjórnar með öllum nefndum sveitarfélagsins og forstöðumönnum stofnana. Á fundinum verður farið yfir fjárhagstöðu sveitarfélagsins og kynntar helstu forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2014. Fundurinn verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla og hefst kl. 10:00. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um kl. 13:00. Fundurinn er einnig opinn öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu og/eða vilja koma á framfæri ábendingum. Sveitarstjórn
07.11.2013

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit

- óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmenn með aðra uppeldismenntun. Um er að ræða: • Tvær 100% stöður vegna fæðingarorlofs. Önnur er frá frá 1. des. 2013 til 28. febrúar 2014. Hin staðan er frá 1. janúar 2014. • Ein 100% staða frá 1. janúar 2014.
07.11.2013

Arnarholt í Leifsstaðabrúnum – deiliskipulag - endurauglýsing

Vegna formgalla við birtingu auglýsingar á gildistöku deiliskipulags 4 frístundalóða á Arnarholti, er skipulagið hér með auglýst að nýju, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31.10.2013
Deiliskipulagsauglýsingar

Félagsleg leiguíbúð laus til umsóknar - umsóknarfrestur til 31. október

Laus er til umsóknar tveggja herbergja leiguíbúð að Skólatröð 2. Umsækjendur skulu standast þau tekju- og eignamörk sem ákveðin eru í reglugerð nr. 873/2001, um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur. Umsóknarfrestur er til 31. október n.k.
24.10.2013

Umhverfisverðlaun

Umhverfisnefnd óskar eftir ábendingum í tengslum við veitingu á umhverfisverðlaunum árið 2013. Umhverfisverðlaun eru veitt annað hvert ár til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í snyrtimennsku og umgengni.
24.10.2013

FUNDARBOÐ 438. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 438. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 23. október 2013 og hefst kl. 15:00
22.10.2013

Guðsþjónusta í Grundarkirkju, sunnudaginn 20. október kl. 11:00

Sunnudaginn 20. október verður guðsþjónusta í Grundarkirkju kl. 11:00. Kór sem heitir Kórinn og starfar í Reykjavík mun koma í heimsókn og taka þátt í messunni. Kórstjóri er Krisztina Kalló, organisti í Árbæjarkirkju. Kórinn mun syngja kafla úr ,,stuttu messunni“ eftir Gounod.
15.10.2013

Tilkynning frá Gámaþjónustu Norðurlands ehf.

Vegna óviðráðanlegra orsaka frestast söfnun baggaplasts í Eyjafjarðarsveit til morguns.
07.10.2013

Hrossasmölun og hrossaréttir 2013

Hrossasmölun verður föstudaginn 11. október og hrossaréttir laugardaginn 12. október sem hér segir: Þverárrétt hefst kl. 10:00 og Melgerðismelarétt kl. 13:00. Gangnaseðlar verða sendir þeim sem lagt er á og einnig birtir á netinu. Fjallskilanefnd
02.10.2013