Fréttayfirlit

Fundarboð 437. fundar sveitarstjórnar

437. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 2. október 2013 og hefst kl. 12:00
30.09.2013

Óvissuferð í Eyjafirði - Ný þáttasería á N4

Nú er fyrsti þátturinn af fjórum „Óvissuferð í Eyjafirði“ að fara í loftið. Þeir verða sýndir á N4 á fimmtudögum kl:18:30 allan október. Þættirnir sýna brot af því sem fjörðurinn hefur upp á að bjóða í vetrarferðaþjónustu. Sjáið myndbrot hér fyrir neðan.
26.09.2013

Strætó í Eyjafjarðarsveit - aukin þjónusta

Almenningi er boðið að ferðast með skólabílum að Hrafnagilsskóla á morgnana. Þaðan er síðan ferð sem fer til Akureyrar kl. 7:45 og stöðvar þar sem þörf er á eins og við Skautahöllina, VMA og MA. Á seinasta sveitarstjórnarfundi var ákveðið að bæta við þessa þjónustu og bjóða upp á akstur til baka inn í sveitarfélagið.
19.09.2013

Flutningi Reykjavíkurflugvallar mótmælt

Á fundi sveitarstjórnar 11. september var fyrirhuguðum flutningi flugvallarins úr Vatnsmýrinni mótmælt.
13.09.2013

Tilboð opnuð í byggingarrétt

Mánudaginn 9. september 2013 voru opnuð tilboð í byggingarrétt á lóðum í Bakkatröð skv. auglýstu útboði.
09.09.2013

Fundarboð Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 436

436. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 11. september 2013 og hefst kl. 12:00
09.09.2013

Met féllu á Aldursflokkamót UMSE

Aldursflokkamót UMSE var haldið á Þórsvellinum á Akureyri í síðustu viku, nánar tiltekið 3.-4. sept. Mótið fór mjög vel fram og sýndu keppendur frábær tilþrif á vellinum. Um 120 keppendur frá 9 félögum voru skráðir til leiks, en keppt var í fjölmörgum greinum í mörgum aldursflokkum. Veðrið lék við keppendur, þó heldur hafi tekið að kólna seinnipart daganna. Mótið var jafnframt stigakeppni aðildarfélaga UMSE.
09.09.2013

Lokadagur og lummuveisla í Laufási

Lummuangan finnst um allan Grýtubakkahrepp laugardaginn 31. ágúst þegar Gamli bærinn Laufás og Kaffi Laufás bjóða gestum sínum að ganga í bæinn í síðasta sinn fyrir vetrarlokun. Markaðsstemning verður í Laufási af þessu tilefni. Komdu í heimsókn í stílhreinan burstabæ þar sem þú andar að þér sögu íbúanna í hverju horni. Það er tveir fyrir einn í aðgangseyri þennan dag.
29.08.2013

UMSE býður til frjálsíþróttamóts á Þórsvelli á Akureyri 3. - 5. september n.k.

Mótið er opið öllum, en einnig keppa aðildarfélög UMSE til stiga á mótinu. Mótið hefst kl. 17:00 alla dagana. Opið er fyrir skráningu á mótaforriti FRÍ mot.fri.is
27.08.2013

Lóðir á tilboðsverði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald af lóðum við Bakkatröð í Hrafnagilshverfi tímabundið. Þess í stað er óskað eftir tilboðum í byggingarrétt á lóðunum.
26.08.2013