Fréttayfirlit

Lóðir á tilboðsverði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald af lóðum við Bakkatröð í Hrafnagilshverfi tímabundið. Þess í stað er óskað eftir tilboðum í byggingarrétt á lóðunum.
06.04.2013

Líflegt í skipulagsnefnd

Umræður í skipulagsnefnd eru oft líflegar en mikill tími fer í að fjalla um efnistökumál um þessar mundir. Eftirfarandi limra varð til á fundi skipulagsnefndar í gær.
05.04.2013

Niðurgreiðsla íþrótta- og tómstundaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum / forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 til 17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar. Meginmarkmið er að öllum börnum og ungmennum í Eyjafjarðarsveit verði auðveldað að stunda þær íþróttir/tómstundir sem þau hafa ekki tök á að stunda í sveitarfélaginu. Niðurgreiðslan eykur valfrelsi barna og ungmenna og stuðlar að jöfnuði.
02.04.2013

Málverk eftir Laufey Margréti Pálsdóttur

Um nokkurt skeið voru málverk á göngum skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eftir listamanninn Sajóh; Samúel Jóhannsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Að þesssu sinni eru nokkur málverk eftir listamanninn Laufey Margréti Pálsdóttur sem prýða ganga skrifstofunnar. Nánari upplýsingar um Laufey má lesa hér.
27.03.2013

Skilaboð frá Gámaþjónustunni

Þar sem áður auglýst sorphirða, mánudaginn 1. apríl n.k. er frídagur, færist hún aftur um einn dag eða til þriðjudagsins 2. apríl. Þá verður sóttur almennur og lífrænn úrgangur ásamt heyrúlluplasti.
27.03.2013

Fundarboð 431. fundar sveitarstjórnar

431. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 27. mars 2013 og hefst kl. 12:00
26.03.2013

Páskar á Smámunasafninu

Smámunasafnið verður opið alla páskadagana 28. mars til 1. apríl kl. 14:00 til 17:00. Rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur með sultutaui og rjóma. Í safnbúð handverk og eldra dót úr ýmsum áttum. Eggjaleikur ??? ,,Sá á fund sem finnur'' Verið velkomin í forvitnilega heimsókn.
21.03.2013

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025- endurskoðun árið 2013 - skipulagslýsing

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Ejafjarðarsveitar 2005-2025. Ætlunin er að yfirfara og lagfæra gildandi Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar þar sem landnotkunarflokkar verða uppfærðir miðað við þær breytingar sem orðið hafa á aðalskipulagi síðan það var staðfest og lagfæra texta og gera hann skýrari þar sem reynslan hefur sýnt að þörf sé á því.
14.03.2013
Aðalskipulagsauglýsingar

Íbúafundur 13. mars kl. 20 - Opinn dagur í Eyjafjarðarsveit

Íbúafundur var haldinn mánudaginn 4. mars og þar var ákveðið að sumardaginn fyrsta verði fólki boðið í sveitina. Ætlunin er að lista- og handverksmenn opni vinnustofur sínar, bændur, félagasamtök og ferðaþjónustu¬aðilar kynni starfsemi sína, sumardags¬gleði verði í Funaborg og svo mætti lengi telja. Vegna veðurs komu fáir á fundinn og því er boðað til annars íbúafundar í matsal Hrafnagilsskóla miðvikudaginn 13. mars kl. 20.00. Á fundinum verður rætt um frekari útfærslu á þessari hugmynd og jafnframt um nýja útgáfu á korti um ferðaþjónustu og afþreyingu í Eyjafjarðarsveit. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt og þeir sem vilja kynna starfsemi sína á nýju korti eru hvattir til að mæta, en allir eru velkomnir. Kaffi og með því. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
13.03.2013

Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Drög að friðlýsingarskilmálum um friðland í Þjórsárverum og verndun rústamýravistar er nú í auglýsingu með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi aðila. Fundur til að kynna tillöguna verður í Hótel Varmahlíð 18. mars kl. 15.
12.03.2013