Fréttayfirlit

Tæming endurvinnslutunnunnar

Áætlað var að tæma endurvinnslutunnur í Eyjafjarðarsveit þann 28. og 29. desember. Vegna veður og færðar hefur verið ákveðið að fresta tæmingu á þeim þar til veður og færð batnar.
29.12.2014

Kveðjur

Eyjafjarðarsveit óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á því sem nú er að renna sitt skeið.
29.12.2014

Opnunartími skrifstofu Eyjafjarðarsveitar um jól og áramót

Opnunartími skrifstofu Eyjafjarðarsveitar er alla virka frá kl. 10:00-14:00. Lokað verður á aðfangadag og gamlársdag en opið aðra virka daga.
22.12.2014

Eyvindur kominn á netið

Nú er hægt að lesa Eyvind á netinu. Blaðið er fjölbreytt og efnismikið að vanda.
19.12.2014

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 svo og árin 2016 - 2018 var tekin til síðari umræðu 5. desember s.l. Áætlunin endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar og var samhliða áætluninni samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2014 kr. 40,4 millj. og fyrir árin 2016 - 2018 kr. 200 millj.
12.12.2014

Jólatrésskemmtun

Hin árlega jólatrésskemmtun kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldin í Funaborg sunnudaginn 28. desember kl. 13:30 – 16:00. Dansað verður í kringum jólatréð, góðir gestir koma í heimsókn og á eftir verður boðið upp á veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Kvenfélagið Hjálpin
10.12.2014

Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar yfir hátíðarnar

Opnunartími í Íþróttamiðstöðvarinnar yfir hátíðarnar verður eftirfarandi
09.12.2014

Fundur um menningararf Eyjafjarðarsveitar

Þriðjudagskvöld 9. desember verður fundur um menningararf Eyjafjarðarsveitar í Félagsborg og hefst hann kl. 20:00. Valdimar Gunnarsson mun segja okkur lífsreynslusögur úr grúskinu, annars vegar um verslun og viðskipti hreppstjórans á Öngulsstöðum við Gudmansverslun 1863 - 1879 og hins vegar eitthvað um sönglíf í sveitinni. Allir velkomnir
09.12.2014

Úttekt á mötuneyti Hrafnagilsskóla

Matseðlar þeir bestu sem næringarráðgjafi hefur séð hingað til.
08.12.2014

FUNDARBOÐ 457. fundar sveitarstjórnar

457. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 5. desember 2014 og hefst kl. 16:00
03.12.2014