Fréttayfirlit

FUNDARBOÐ 454. fundar sveitarstjórnar

454. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 1. október 2014 og hefst kl. 15:00
30.09.2014

Skólaliði

Skólaliði Óskum eftir að ráða skólaliða í 65% tímabundna stöðu að Hrafnagilsskóla. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími frá kl. 8:00 - 13:00 fjóra daga og einn dag frá 8:00 – 15:00. Nánari upplýsingar veita Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri hrund@krummi.is og Björk Sigurðarsdóttir aðstoðarskólastjóri bjork@krummi.is í síma 464-8100.
22.09.2014

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða umsögn um drög að þingsályktunartillögu um lagningu raflína

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 10. september 2014 var samþykkt samhljóða umsögn um drög að þingsályktunartillögu um lagningu raflína: Á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins voru lögð fram til umsagnar drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Í henni er að finna viðmið og meginreglur sem leggja ber til grundvallar við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku, m.a. að því er varðar þau álitamál um hvenær leggja skuli raflínur í jörð og hvenær reisa sem loftlínur. Áætlað er að leggja þingsályktunartillöguna fram á Alþingi samhliða frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 þar sem kveðið verður með ítarlegum hætti á um hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku, en drög að frumvarpi þess efnis voru lögð fram til almennrar umsagnar á vef ráðuneytisins þann 27. júní 2014.
18.09.2014

Fundarboð 453. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 453. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 10. september 2014 og hefst kl. 15:00
08.09.2014

Fjárgöngur og gangnaseðlar 2014

Fyrstu fjárgöngur verða 6. og 7. sept. og aðrar göngur 20. og 21. sept. Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 13. sept. og aðrar göngur 27. sept. Hrossasmölun verður 3. okt. og hrossaréttir 4. okt. Gangnaseðlar hafa verið sendir út en þá má einnig sjá hér fyrir neðan.
04.09.2014

Tónleikar í Laugarborg 7. september kl. 15:00

Sunnudaginn 7. september kl. 15:00 leikur Birna Hallgrímsdóttir á flygilinn í Laugarborg efnisskrá með yfirskrifitnni “Ljóð án orða”. Flutt verða verk eftir Franz Liszt og Edvard Grieg. Fyrir hlé verða leikin ljóð eftir Schubert og Schumann í umritun Liszts, Sonetta 104 er hann samdi við ljóð Petrarca auk umritunar á kvartettinum frá óperunni Rigoletto eftir Verdi. Eftir hlé hljóma verk eftir Edvard Grieg, hans eigin umritun á hans ástsæla sönglagi Jeg elsker dig og ljóðræn píanósónata op. 7 í e moll. Aðgangur er ókeypis.
03.09.2014

453. fundi sveitarstjórnar frestað til miðvikudagsins 10. september n.k.

Áður auglýstum 453. fundi sveitarstjórnar er frestað til miðvikudagsins 10. september n.k. Fundurinn verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9 og hefst kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 8. september. Skrifstofan
02.09.2014