Fréttayfirlit

Bændafundur í boði Búnaðarfélags Eyjafjarðar á Kaffi Kú mánudaginn 13. janúar kl. 10:30

Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fundar á Kaffi Kú mánudaginn 13. janúar kl. 10:30. Á fundinn koma Jóhannes Jónsson bóndi á Espigrund, stjórnarmaður í MS og Geir Árdal bóndi í Dæli, stjórnarmaður í Búsæld. Ætla þeir að segja frá stöðu mála í afurðasölufélögum okkar og sitja fyrir svörum. Allir sem áhuga hafa á málefnum félaganna eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Veitingar í boði félagsins. Stjórnin
09.01.2014

Ný stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar

Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar var haldinn miðvikudaginn 8. janúar sl. á veitingastaðnum Silvu Syðra-Laugalandi. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa var farið yfir stöðu ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit sem er afar blómleg, mikið og fjölbreytt þjónustuframboð til staðar.
09.01.2014

Breytingar á leiðarkerfi Strætó fyrir Norður- og Norðausturland

Nokkrar breytingar voru gerðar á vetraráætlun Strætó fyrir Norður- og Norðausturland þann 5. janúar.
08.01.2014

Réttur til barnalífeyris og framlags vegna náms eða starfsþjálfunar

Umsókn um barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjálfunar fer fram rafrænt á vef Tryggingastofnunar, tr.is, Mínar síður.
06.01.2014

Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar

Ný gjaldskrá íþróttamiðstöðvar hefur tekið gildi.
03.01.2014

Sorphirðudagatal 2014

Nálgast má sorphirðudagatal 2014 hér.
02.01.2014

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar

Um er að ræða 50% starf í sex mánuði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 9. janúar 2014. Vinnutími er á dagvinnutíma, frá kl. 12:00 – 16:00 eða 13:00 – 17:00 eftir samkomulagi.
02.01.2014