Fréttayfirlit

453. fundi sveitarstjórnar frestað til miðvikudagsins 10. september n.k.

Áður auglýstum 453. fundi sveitarstjórnar er frestað til miðvikudagsins 10. september n.k. Fundurinn verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9 og hefst kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 8. september. Skrifstofan
02.09.2014

Réttur til barnalífeyris vegna náms eða starfsþjálfunar

Upplýsingar um rétt til barnalífeyris og hvernig sótt er um, má lesa hér í fylgiskjali.
18.08.2014

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús

Um er að ræða 100% stöðu til eins árs. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 07:45-16:00. Óskað er eftir jákvæðum og traustum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi. Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára og reynsla af starfi í eldhúsi er kostur. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Einingar-Iðju og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2014. Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is
06.08.2014

Skólaliði og starfsmaður í Frístund

Óskum eftir að ráða skólaliða í afleysingarstarf fram til áramóta (u.þ.b. 60% staða) og starfsmann í Frístund (skólavistun) skólaárið 2014-2015 (u.þ.b. 35% staða). Við leitum eftir starfsmönnum sem; *eru liprir í samskiptum og jákvæðir. *eru stundvísir og samviskusamir. *búa yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Nánari upplýsingar veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri í símum 464-8100 og 699-4209. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið hrund@krummi.is.
06.08.2014

Allt klárt til að taka á móti sýnendum

Handverkshátíðin verður sett á morgun í 22. sinn og mikið um dýrðir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra setur hátíðina kl:12. Fjöldi nýrra sýnenda tekur þátt í ár og fjölbreytnin er mikil. Á útisvæðinu er risið 250 fermetra tjald þar sem matvælaframleiðendur hafa komið sér fyrir. Hátíðinni hefur fengið að gjöf 1,5 m háa gestabók klædda laxaroði og verður hún staðsett í hjarta sýningarinnar og hvetjum við gesti til að kvitta fyrir heimsókn sína í hana. Í fyrsta sinn er boðið upp á handverksmarkað sem fram fer föstudag og sunnudag. Uppskeruhátíðin hefst kl: 19:30 á laugardagskvöldinu og er hún öllum opin. Séra Hildur Eir Bolladóttir er veislustjóri og meðal þeirra sem fram koma eru Álftagerðisbræður, Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit og prestatríó skipað séra Hildi Eir, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon. Matreiðslumenn Greifans sjá um grillveisluna og verðlaunaðir verða handverksmaður ársins og sölubás ársins. Fjölbreytt dagskrá verður á útisvæðinu alla dagana. Tískusýningar, húsdýrasýning, gamlar vélar, miðaldabúðir, rúningur og börn í sveitinni mæta með kálfana sýna og keppa um hvert þeirra á fallegasta og best tamda kálfinn. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja og gildir aðgangsmiðinn alla helgina. Hlökkum til að sjá ykkur á Handverkshátíð 2014.
06.08.2014

Stórlax á Handverkshátíðinni um aðra helgi

Undirbúningur 22. Handverkshátíðar stendur sem hæst enda aðeins vika í hátíðina. Sýningin verður sett fimmtudaginn 7. ágúst og lýkur sunnudaginn 10. ágúst. Sýningin hefur fengið að gjöf 1,5 m háa gestabók klædda laxaroði og verður hún staðsett í hjarta sýningarinnar og hvetjum við gesti til að kvitta fyrir heimsókn sína í hana. Sýningin verður fjölbreytt líkt og undanfarin ár. 91 sýnandi af öllu landinu selur skart, fatnað, fylgihluti, textíl, keramik og gler og á útisvæðinu er stórt tjald og skálar með ýmiskonar íslenskum matvælum. Félag ungra bænda á Norðurlandi býður upp á húsdýrasýningu auk skemmtilegra viðburða, Búsaga sýnir gamlar vélar og þjóðháttafélagið Handraðinn setur upp miðaldabúðir. Veitingasala, handverksmarkaður og lifandi tónlist alla dagana. Uppskeruhátíðin fer fram á laugardagskvödinu. Matreiðslumenn Greifans sjá um glæsilega grillveislu og meðal þeirra sem fram koma eru Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit, Álftagerðisbræður og prestatíó skipað séra Hildi Eir, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon kemur sérstaklega saman fyrir þetta kvöld og slær á létta strengi. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og búa aðstandendur hátíðarinnar sig undir að taka á móti 15-20.000 gestum. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.handverkshatid.is
31.07.2014

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðar - opnunartími sundlaugar

Opnunartími um verslunarmannahelgina: Föstudaginn 1. ágúst kl. 06.30-22.00 Laugardaginn 2. ágúst kl 10.00-20.00 Sunnudaginn 3. ágúst kl. 10.00-20.00 Frídagur verslunarmanna 4. ágúst kl. 10.00-20.00 Bestu kveðjur, Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
30.07.2014

Heimildarmynd um Handverkshátíð á N4

Mánudaginn 28. júlí kl:18:30 verður myndin List og landbúnaður sýnd á N4. Þetta er heimildarmynd um Handverkshátíð og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012 í tilefni af 20 ára afmæli Handverkshátíðar og 80 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Undirbúningur 22. Handverkshátíðar stendur sem hæst og hlökkum við til að taka á móti gestum dagana 7.-10. ágúst n.k..
24.07.2014

Umsögn sveitarstjórnar um DRÖG að frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum

Á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var mánudaginn 21. júlí var lögð fram bókun og samþykkt samhljóða er varðar drög að frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum.
23.07.2014

Karl Frímannsson ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 21. júlí var samþykkt að ráða Karl Frímansson í starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar frá 1. ágúst n.k. Karl hefur langa og farsæla reynslu af stjórnun í opinberum rekstri. Hann var skólastjóri Hrafnagilsskóla í 13 ár og undir hans stjórn hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin árið 2007. Síðustu tvö rárin hefur hann starfað hjá Akureyrarbæ, fyrst sem fræðslustjóri og síðan þróunarstjóri.
22.07.2014