Fréttayfirlit

Fundarboð 452. fundar sveitarstjórnar

452. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 21. júlí 2014 og hefst kl. 20:00
18.07.2014

Tillaga að deiliskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir ferðaþjónustu í landi Syðri-Varðgjár, Eyjafjarðarsveit Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 11. júní 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Syðri-Varðgjár skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær til verslunar- og þjónustusvæðis, sem merkt verður VÞ5-a með breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 sem auglýst er samhliða auglýsingu þessari. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýju gistihúsi og íbúðarhúsi.
15.07.2014
Deiliskipulagsauglýsingar

Breytingar á aðalskipulagi

Breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti 9. júlí 2014 að auglýsa tillögu að viðauka við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 skv. 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðaukinn inniheldur viðbætur og breytingar á stefnumörkun og skilmálum aðalskipulagsins auk breytinga á landnotkun á skipulagsuppdrætti og samantekt á vinnureglum vegna skipulagsmála og framkvæmdaleyfa. Gerð er grein fyrir áhrifum breytinga í greinargerð.
15.07.2014
Aðalskipulagsauglýsingar

Margir vilja starf sveitarstjóra

Fimmtíu og sex sóttu um starf sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit 44 karlar og 12 konur. Sjö drógu umsókn sína til baka. Þessi mikli fjöldi umsókna kom ánægjulega á óvart en staðfestir að í Eyjafjarðarsveit er eftirsóknarvert að búa og starfa. Hér að neðan er nafnalisti umsækjenda í starfrófsröð.
11.07.2014

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða til sín starfsfólk

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða til sín starfsfólk í eftirfarandi stöður: • Stöður leikskólakennara, bæði fullt starf og hlutastarf. • Blönduð störf, 100% staða.
09.07.2014

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra. Opið alla daga frá kl. 12:00 – 20:00. Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar, safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
03.07.2014

Skólaakstur / Hópakstur framhaldsskólanema

Sveitarstjórn hefur áform um að koma á hópakstri fyrir framhaldsskólanema. Til að geta skipulagt slíkan hópakstur er mikilvægt að fá upplýsingar um þá aðila sem vilja nýta sér þessar ferðir. Erindi þetta er sent á öll heimili og er sérstaklega höfðað til einstaklinga sem eru á framhaldsskólaaldri þ.e. fæddir 1993-1999. Óskað er eftir að þeir einstaklingar sem hyggjast nýta sér þessar ferðir láti vita á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 7. júlí. Ef aðrir en framhaldsskólanemar hafa áhuga á að nýta sér þessar ferðir væri mjög gott að fá upplýsingar um það.
02.07.2014

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir öflugum aðila í starf sveitarstjóra

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir öflugum aðila í starf sveitarstjóra. Upplýsingar um starfssvið, menntunar- og hæfniskröfur má sjá hér fyrir neðan. Umsóknarfresturinn er til og með 7. júlí n.k. og eru umsækjendur beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is
20.06.2014

Fíflahátíð Lamb Inn Öngulsstöðum 21. júní

Glæsileg dagskrá á Fíflahátíðin á Lamb inn Öngulstöðum næstu helgi. Þar má nefna "Haushlaup", söngkeppni barna, froðubolti, tískusýningu, uppskriftakeppni, skottsölu, vörukynningu, tónleika og veitingar. Sjá nánari dagskrá hér fyrir neðan.
18.06.2014

Gildistaka deiliskipulags Þverárnámu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum 30. apríl 2014 samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Þverárnámu. Efnisnáman er á áreyrum Þverár ytri og hefur farið í umhverfismat. Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 123/2010 mæla fyrir um. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi
16.06.2014