Fréttayfirlit

Breytingar á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis IV

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum 11. september 2013 samþykkt breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis VI. Breytingin felst í að breyta 5 einbýlishúsalóðum á syðsta hluta hverfisins í eina lóð með 5 íbúðum í raðhúsi og tvær lóðir með þrjár parhúsaíbúðir hvor lóð. Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
16.06.2014

Fundarboð 450. fundar sveitarstjórnar

450. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 19. júní 2014 og hefst kl. 16:00
16.06.2014

Kvennahlaup í Eyjafjarðarsveit

Kvennahlaupið var haldið í blíðskaparveðri sl. laugardag. Um 40 hlauparar á öllum aldri tóku þátt sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Eftir hlaupið var haldin létt og skemmtileg fjölskylduskemmtun sem Íþrótta- og tómstundanefnd stóð að með aðstoð hestamannafélasins Funa og björgunarsveitarinnar Dalbjargar. Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg fyrir aðstoðina.
16.06.2014

Land fyrir stafni! & Með augum fortíðar - Nýjar sýningar á Minjasafninu á Akureyri

Land fyrir stafni! nefnist ný sýning á fágætum Íslandskortum. Sýningin samanstendur af einstökum landakortum frá 1547-1808 en kortin eru gjöf þýsku hjónanna dr. Karl-Werner Schulte og Giselu Schulte-Daxboek til íbúa Akureyrar. Með augum fortíðar. Hörður Geirsson myndað Akureyri með tækni 19. aldar. Á sýningunni gefur að líta myndir sem Hörður hefur tekið af stundarkornum viða um Akureyri og í sumar bætast við nýjar myndir frá nýjum sjónarhornum og gefst í leiðinni tækifæri að fylgjast með ljósmyndaranum að verki.
10.06.2014

Kosningaúrslit í Eyjafjarðarsveit

Við sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014 voru 730 á kjörskrá í Eyjafjarðarsveit, 369 karlar og 361 kona. Á kjörstað greiddu atkvæði 514 og 37 utankjörstaðaatkvæði bárust, samtals 551 atkvæði, 282 karlar greiddu atkvæði og 269 konur. Auðir seðlar voru 11 en enginn ógildur.
03.06.2014

Ort í tilefni kosninga

Okkur barst þessi skemmtilega vísa í tilefni kosninganna. Til að gæta fyllsta hlutleysis birtum við þetta ekki fyrr en að loknum kosningum.
02.06.2014

Sveitarstjórnarkosningar 2014

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
30.05.2014

Frá Laugalandsprestakalli

Laugardaginn 31. maí er ferming í Hólakirkju kl. 13:00. Þá fermast Guðjón V.Hilmarsson, Leyningi og Snæbjörn Máni Þorkelsson Oddeyrargötu 32, Akureyri. Sunnudaginn 1. júní er ferming í Saurbæjarkirkju kl. 13:30. Þá fermast Edda Kristín Bergþórsdóttir, Byggðavegi 130, Akureyri og Unnur Arnarsdóttir Ásvegi 27, Akureyri.
28.05.2014

Vortónleikar

Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika í Laugarborg Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí kl: 15.
27.05.2014

Sameiginlegur framboðsfundur

Loksins, loksins. Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar listanna sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fundurinn verður í Laugarborg miðvikudagskvöldið 28. maí og hefst kl. 20:00.
27.05.2014