Fréttayfirlit

Rafmagnslaust að hluta í Eyjafjarðarsveit

Vegna vinnu við línu verður rafmagnslaust í Eyjafirði frá Litla-Hamri að Öxnafelli á morgun föstudaginn 20. febrúar frá kl. 10:30-11:30
19.02.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2015

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir "Umsókn" efst í valstikunni. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015. Öllum umsóknum verður svarað.
10.02.2015

Álagning fasteignagjalda 2015

Eyjafjarðarsveit sendir ekki út álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir "Mínar síður". Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm frá 1. febrúar til 1. júní. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 25.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar.
06.02.2015

FUNDARBOÐ 459. fundar sveitarstjórnar

459. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 11. febrúar 2015 og hefst kl. 15:00.
06.02.2015

Nýr fréttavefur í Eyjafjarðarsveit; markvert.is

Búið er að hleypa af stokkunum fréttavef fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar á slóðinni www.markvert.is. Það eru þeir Karl Jónsson og synir hans á Öngulsstöðum 3 sem standa að vefnum. Íbúarnir sjálfir eru fréttamennirnir og eigendur og umsjónarmenn síðunnar sjá um að koma efninu á framfæri. Kíkið endilega á síðuna, kynnið ykkur ritstjórnarstefnu okkar og byrjið að senda okkur efni.
01.02.2015