Fréttayfirlit

FUNDARBOÐ 462. fundar sveitarstjórnar

462. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 15. apríl 2015 og hefst kl. 15:00
10.04.2015

Íþóttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsmanni

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir baðverði í karlaklefa í 100% starfshlutfall. Um framtíðarstarf er að ræða. Unnið er á vöktum, starfsmaður sér um afgreiðslu, gæslu og þrif. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakarvottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. Umsókn sendist fyrir 20. apríl n.k. á netfangið sundlaug@esveit.is. Upplýsingar gefur Ingibjörg s. 464-8140.
09.04.2015

Framúrskarandi þjónusta á Ytra-Laugalandi

Ferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit er metnaðarfull og aðilum innan hennar hefur fjölgað síðastliðin ár. Gistiheimilið Ytra-Laugaland, sem er í eigu Vilborgar Þórðardóttur, hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu innan greinarinnar. Þar má nefna viðurkenningu frá Ferðaþjónustu bænda þar sem Ytra-Laugaland var valinn einn af þremur framúrskarandi ferðaþjónustubæjum árið 2013. Einnig fékk gistiheimilið einkunnina 9,1 á vefsíðunni www.booking.com sem byggir á umsögnum gesta Vilborgar sem bókuðu í gegnum vefsíðuna. Ber sú einkunn vott um framúrskarandi þjónustu.
08.04.2015

Íbúafundur um raforku- og hitaveitumál

Íbúafundur um raforku- og hitaveitumál í Eyjafjarðarsveit verður haldinn fimmtudaginn 9. apríl í Funaborg á Melgerðismelum og hefst hann kl. 20.00. Framsögumenn verða Helgi Jóhannsson frá Norðurorku og Steingrímur Jónsson frá RARIK. Að loknum erindum verða umræður. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
01.04.2015