Fréttayfirlit

Árshátíð miðstigs 2015

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 19. mars og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna stytta útgáfu af Kardemommubænum eftir Thorbjörn Egner. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og mun Elín Halldórsdóttir stjórna honum eins og henni er einni lagið. Skemmtuninni lýkur kl. 22:30.
16.03.2015

Gjöf frá umhverfisnefnd - fjölnota innkaupapokar inn á hvert heimili

Lengi hefur verið vitað um þörf þess að draga úr notkun plasts og er Eyjafjarðarsveit nú komin í hóp þeirra sveitarfélaga sem vill sporna við plastpokanotkun. Þessa dagana eru nemendur 9. bekkjar Hrafnagilsskóla að dreifa fjölnota innkaupapokum inn á öll heimi í sveitinni. Pokarnir eru gjöf umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar og liður í því að auka vitund fólks um mikilvægi notkunar fjölnota burðapoka í stað plastpoka.
13.03.2015

Ráðstefna um lífrænan úrgang

Ráðstefnan verður haldin í Gunnarsholti á Rangárvöllum 20. mars og þar verður fjallað vítt og breitt um lífrænan úrgang en ekki síst um möguleika til nýtingar hans, meðal annars til landgræðslu, skógræktar og annarrar ræktunar.
11.03.2015

Fréttabréf Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar er komið út

Fréttabréf Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar er nú komið út. Félagið er öflugt og töluverð vinna farin í gang síðan á síðasta aðalfundi félgsins og hér má les það helsta sem er á döfinni.
02.03.2015

FUNDARBOÐ 460. fundar sveitarstjórnar

460. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 4. mars 2015 og hefst kl. 15:00
02.03.2015

Rafmagnslaust að hluta í Eyjafjarðarsveit

Vegna vinnu við línu verður rafmagnslaust í Eyjafirði frá Litla-Hamri að Öxnafelli á morgun föstudaginn 20. febrúar frá kl. 10:30-11:30
19.02.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2015

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir "Umsókn" efst í valstikunni. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015. Öllum umsóknum verður svarað.
10.02.2015

Álagning fasteignagjalda 2015

Eyjafjarðarsveit sendir ekki út álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir "Mínar síður". Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm frá 1. febrúar til 1. júní. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 25.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar.
06.02.2015

FUNDARBOÐ 459. fundar sveitarstjórnar

459. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 11. febrúar 2015 og hefst kl. 15:00.
06.02.2015

Nýr fréttavefur í Eyjafjarðarsveit; markvert.is

Búið er að hleypa af stokkunum fréttavef fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar á slóðinni www.markvert.is. Það eru þeir Karl Jónsson og synir hans á Öngulsstöðum 3 sem standa að vefnum. Íbúarnir sjálfir eru fréttamennirnir og eigendur og umsjónarmenn síðunnar sjá um að koma efninu á framfæri. Kíkið endilega á síðuna, kynnið ykkur ritstjórnarstefnu okkar og byrjið að senda okkur efni.
01.02.2015