Fréttayfirlit

Karl segir upp störfum

Karl Frímannsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar hefur sagt upp starfi sínu. Karl mun starfa út uppsagnarfrestinn til 1. júní. Stefnt er að ráðningu á nýjum sveitarstjóra fyrir þann tíma.
24.02.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Næsti fundur sveitarstjórnar Eyjafjaraðrsveitar verður haldinn miðvikudaginn 24.febrúar 2016 kl. 15.00. Fundurinn fer fram í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
17.02.2016

Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit efla vetrarferðaþjónustu svæðisins með föstudagsopnunum

Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit, félagar í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar hafa tekið saman höndum um að stíga fyrsta skrefið í að efla vetrarferðaþjónustu svæðisins. Hleypt hefur verið af stokkunum sérstöku opnunarátaki þar sem ferðaþjónustuaðilar opna dyr sínar á föstudögum milli kl. 14 og 18. Eftir það munu veitingastaðirnir Lamb Inn og Silva verða opnir til skiptis þessa daga frá kl. 18 – 20.
02.02.2016

Baggaplast söfnun dregst um 1-2 daga af óviðráðanlegum ástæðum

Tilkinning frá Gámaþjónustu Norðurlands: Af óviðráðanlegum ástæðum dregst söfnun á baggaplasti um 1-2 daga.
02.02.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Næsti fundur sveitarstjórnar Eyjafjaraðrsveitar verður haldinn miðvikudaginn 3.febrúar 2016 kl. 15.00. Fundurinn fer fram í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
01.02.2016