Fréttayfirlit

Handverk og landbúnaður á glæsilegri sýningu við Hrafnagil

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldinn í 24. sinn dagana 4. – 7. ágúst næstkomandi. Á sama tíma fer fram Landbúnaðarsýning þar sem söluaðilar og bændur munu taka höndum saman um að kynna helstu nýjungar í íslenskum landbúnaði. Samhliða sýningunum verða hinar ýmsu uppákomur í sveitinni bæði innan sýningarsvæðisins og utan þess. Framkvæmdastjórar sýningarinnar eru Katrín Káradóttir og Guðný Jóhannesdóttir og lofa þær stöllur að innan svæðisins muni öll fjölskyldan finna eitthvað við sitt hæfi. Það er því um að gera að taka helgina frá enda búið að panta hið rómaða eyfirska blíðviðri.
19.01.2016

Íþróttamaður UMSE 2015

Fimmtudaginn 14. janúar var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Veittar voru viðurkenningar til yfir 30 íþróttamanna fyrir árangur sinn á árinu 2015. Ólöf María Einarsdóttir, golfkona, var kjörin íþróttamaður UMSE 2015. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Við þetta tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli UMSE og Eyjafjarðarsveitar sem gildir til næstu fjögurra ára. Það voru Sigurður Eiríksson, varaformaður UMSE og Karl Frímannsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar sem undirrituðu samninginn.
18.01.2016

Upplýsingar frá Tyrggingastofnun varðandi barnalífeyri vegna náms/starfsþjálfunar.

Umsókn um barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjálfunar fer fram rafrænt á vef Tryggingastofnunar, tr.is, Mínar síður. Með umsókn þarf að fylgja skólavottorð sem sýnir í hve mikið nám umsækjandi er skráður. Barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar þarf að sækja um á hverri önn og á skólavottorði þarf að koma fram námsárangur á síðustu önn ásamt staðfestingu á fjölda eininga á næstu önn. Mánaðarleg upphæð greiðslna á árinu 2016 er 29.469 kr.
14.01.2016

Snjómokstur 14.1.2016

Vegagerðin ráðgerir að hefja snjómokstur sunnan Miðbrautar við Hrafnagilshverfi fyrir hádegi í dag, 14.janúar 2016.
14.01.2016