Fréttayfirlit

Kvöldvaka föstudagskvöldið 5. ágúst 2016

Kvöldvaka Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar verður föstudagskvöldið 5. ágúst kl. 19:30-23:00. Miðaverð 4.200 kr. fullorðnir og 2.300 kr. börn.
05.08.2016

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning Hrafnagili Eyjafjarðarsveit

Fimmtudag – laugardag frá kl. 12.00 – 19.00 og sunnudag frá kl. 12.00 – 18.00 Handverksmarkaður fimmtudag, laugardag og sunnudag í veislutjaldi. Fjölbreyttur og spennandi matarmarkaður alla dagana. Forsala aðgöngumiða á kvöldvökuna verður í veitingasölunni fimmtudag og föstudag.
04.08.2016

Forsetinn gestur Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans Eliza Reid munu verða gestir Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar á Hrafnagili föstudaginn 5. ágúst. Hátíðin verður sett á morgun fimmtudag klukkan 12.00 en forsetahjónin verða gestir hátíðarinnar upp úr hádegi á föstudag.
03.08.2016

Frá Norðurorku: Kaldavatnsrof 25.07.2016 við Hrafnagil

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir KALT VATN við Hrafnagil (sjá kort) á mánudag 25.07.2016 Kl. 10:00 og frameftir degi. Á heimasíðu okkar www.no.is má sjá góð ráð við kaldavatnsrofi
25.07.2016

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015-2017

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015 til 2017 voru afhent í liðinni viku. Markmið með umhverfisverðlaunum er að sýna þakklæti fyrir lofsvert framtak til fegrunar umhverfisins og auka umhverfisvitund íbúa sveitarfélagsins. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár. Að þessu sinni afhenti Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisnefndar, annars vegar Önnu Guðmundsdóttur og Páli Ingvarssyni á Reykhúsum ytri og hins vegar Laugarborg viðurkenningar umhverfisnefndar vegna framlags þeirra til umhverfismála og fegrunar umhverfis.
05.07.2016

Hollvinasamtök SAK færðu Kristnesspítala veglega gjöf

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) afhentu Kristnesspítala veglega gjöf þann 30.júní síðastliðinn. Um er að ræða 9 fullkomna flatskjái sem settir verða upp á setustofum spítalans sem og inn á nokkur herbergi. Eining-Iðja og Félag málmiðnaðarmanna styrktu verkefnið veglega og einnig útvegaði Ormsson tækin með góðum afslætti og studdu þannig við verkefnið. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Það er einlæg von stjórnar Hollvinasamtakanna að gjöfin nýtist skjólstæðingum spítalans sem allra best.
01.07.2016

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða starfsmann í blönduð störf

Laus er til umsóknar 100% staða á leikskólanum Krummakoti. Um blönduð störf er að ræða frá 9.ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 4. júlí. Umsókn skal fylgja ferilskrá og skal skilað á netfangið krummakot@krummi.is
20.06.2016

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða deildarstjóra

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit. Umsúknarfrestur er til 4.júlí. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknum skal skilað á netfangið krummakot@krummi.is
20.06.2016

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá kl. 8.00 mánudaginn 20. júní n.k.

Kæru viðskiptavinir. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá kl. 8.00 mánudaginn 20. júní vegna bilunar hjá Norðurorku. Opnum aftur þriðjudagsmorgun 21. júní kl. 6:30. Starfsfólk
16.06.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Miðvikudaginn 15.júní næstkomandi kl. 20.00 fundar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, til að staðfesta og leggja fram kjörskrá vegna forsetakosninga 25. júní nk.
14.06.2016