Fréttayfirlit

Ný hitaveituhola boruð í Eyjafjarðarsveit

Nú er að hefjast vinna við borun hitaveituholu á Hrafnagili/Botni en framkvæmdin er liður í því að styrkja heitavatnsöflun á svæðinu og auka þannig afhendingaröryggi. Upphaflega var áætlað að hreinsa og dýpka þær holur sem fyrir eru á svæðinu en í ljósi kostnaðar og áhættu var tekin ákvörðun um að bora nýja holu sem staðsett verður á sama plani og núverandi holur. Nýja holan mun fá nafnið HN-13 og verða um 1800 m djúp en það er jarðborinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða sem borar holuna.
12.05.2016

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra fyrir leikskólann Krummakot. Um er að ræða 100% stöðu frá 8. ágúst 2016. Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum og býr yfir góðri leiðtoga- og samskiptahæfni.
12.05.2016

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar

Um er að ræða 50% starf frá 1. júní - 8. júlí. Vinnutími er á dagvinnutíma, frá kl. 9:00 - 13:00 eða 10:00 – 14:00 eftir samkomulagi. Óskað er eftir jákvæðum, traustum og vandvirkum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi.
12.05.2016

Hrafnagilsskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Ráðningin er tímabundin í eitt ár. Um er að ræða 100% kennarastöðu á unglingastigi og ráðið er frá 1. ágúst 2016. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 150 nemendur í skólanum. Uppeldisstefna Hrafnagilsskóla er Jákvæður agi og lögð er áhersla á teymisvinnu.
12.05.2016

Kynningarfundur um efnisnámu í Hvammi

Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, boðar sveitarstjóri til almenns kynningarfundar um tillögu að deiliskipulagi efnisnámu í landi Hvamms, Eyjafjarðarsveit. Kynningarfundurinn verður haldinn í fundarherbergi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 2. hæð þriðjudaginn 17. maí kl. 16:10 -17:00. Á fundinum mun fulltrúi frá Teiknistofu Arkitekta sem unnið hefur deiliskipulagstillöguna kynna hana og svara spurningum.
12.05.2016

Ferðastyrkir UMSE til íþróttafólks

Stjórn UMSE auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE. Styrkjunum er úthlutað eftir vinnureglum sem stjórn UMSE setur og miðast upphæð styrkjanna við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni. Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. septmeber.
03.05.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Miðvikudaginn 18.maí næstkomandi kl. 15.00 fundar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
03.05.2016

Á þröskuldi breytinga- þróun landbúnaðar við Eyjafjörð og framtíðarhorfur

Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar: Málþing með yfirskriftinni: Á þröskuldi breytinga- þróun landbúnaðar við Eyjafjörð og framtíðarhorfur verður haldinn á Hótel Kea þriðjudaginn 3.maí kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn
28.04.2016

Tilkynning frá lögreglunni vegna almannavarnaæfingar

Laugardaginn 30. apríl verður almannavarnaæfing haldin við Þverá í Eyjafjarðarsveit milli kl. 10 og 14. Reikna má með að vegurinn þar verði lokaður á meðan á æfingunni stendur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna þessu skilning, virða lokanir og aka aðra leið rétt á meðan.
28.04.2016

Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar- Sumardagurinn fyrsti

Eftirtaldir ferðaþjónustuaðilar innan Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar bjóða gestum og gangandi að kíkja í heimsókn á Sumardaginn fyrsta, 21. apríl n.k.
20.04.2016