Fréttayfirlit

Leikskólastjóri óskast í leikskólann Krummakot

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólastjóra í leikskólanum Krummakoti. Leitað er eftir jákvæðum og drífandi leiðtoga með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
20.06.2017

Matráður óskast í leikskólann Krummakot

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit, um er að ræða 100% stöðu frá 8. ágúst 2017.
20.06.2017

Umsjónarmaður Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða umsjónarmann Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar. Starfið felst í almennri umsjón fasteigna sveitarfélagsins og umhverfis, eftirliti með ástandi eigna og gerð fjárhagsáætlana.
13.06.2017

Kvennahlaup ÍSÍ 2017

Kvennahlaupið fer fram sunnudaginn 18. júní kl. 11.00. Upphitun hefst stundvíslega kl. 10.30 fyrir framan Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Í boði verður að hlaupa 2,5 og 5 km. Hlaupið verður á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum því allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum. Skráning í hlaupið hefst í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 15. júní. Verð á bolum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Vonumst til að sem flestar konur og karlar taki daginn frá og hlaupi með okkur. Frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.
13.06.2017

Fundarboð 498. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

498. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 14. júní 2017 og hefst kl. 15:00
09.06.2017