Fréttayfirlit

Fundarboð 503. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

503. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 28. september 2017 og hefst kl. 15:00
27.09.2017

Stjórn UMSE auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% starf. UMSE er samband 13 íþrótta- og ungmennafélaga í Eyjafirði. Sambandið vinnur að hagsmunamálum aðildarfélaganna og veitir þeim ráðgjöf og þjónustu.
19.09.2017

Ferðastyrkir UMSE til íþróttafólks

Stjórn UMSE auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE. Styrkjunum er úthlutað eftir vinnureglum sem stjórn UMSE setur og miðast upphæð styrkjanna við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október. Umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun ársins er til og með 30. september.
15.09.2017

Pönnukökudagur á Smámunasafninu

Laugardaginn næsta, 16. september, verður hinn árlegi pönnuköku- og markaðsdagur á safninu milli kl. 13:00 og 17:00. Er þetta jafnframt síðasti opnunardagur hjá okkur þetta sumarið. Leiðsögn verður um Saurbæjarkirkju milli kl. 14:00 og 17:00. Ýmsir aðilar verða með vörur sínar til sölu t.d. grænmeti, kex, sultur, kort, dagatöl, smá dót og fl. Ath. það er ekki posi á markaðnum. Að sjálfsögðu verðum við með ljúffengar pönnukökur í ýmsum útgáfum og heitt á könnunni á Kaffistofunni. Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu.
14.09.2017

Sorphirða frestast til morguns

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að fresta sorphirðu sem að átti að vera í dag fram á morgundaginn.
11.09.2017

Auglýst eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

Seinni úthlutun ársins 2017 fer fram 1. nóvember. Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem: -Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE. -Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.
08.09.2017

Samgönguráðherra tekur skóflustungu að nýjum göngu- og hjólreiðastíg í Eyjafjarðarsveit

Síðastliðinn laugardag tók Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýjum göngu- og hjólreiðastíg sem tengir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit og Akureyri. Skóflustungan var aðalefni 500. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var úti undir beru lofti að viðstöddum fulltrúum Vegagerðarinnar, hjólreiðamönnum og öðrum gestum. Þetta, ásamt ljósleiðaratengingu allra heimila, er eitt stærsta framkvæmdaverkefni Eyjafjarðarsveitar á kjörtímabilinu en sveitarfélagið stendur að framkvæmdinni við stíginn ásamt Vegagerðinni.
07.09.2017

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Námskeið í Yoga verður haldið í Hyldýpinu í vetur. Verður það haldið á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 17:30 til 18:30 í 10 vikur. Námskeið hefst 11. september nk. Sundleikfimisnámskeið verður haldið í sundlauginni að Hrafnagilshverfi. Verður það haldið á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 18:30 til 19:30 í 10 vikur. Námskeið hefst 11. september nk. Verð á hvort námskeið fyrir sig er 19.000 kr Skráningar eru í síma 863-5839 / Marjolyn
07.09.2017

Fundarboð 501. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

501. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 7. september 2017 og hefst kl. 15:00
07.09.2017

Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Smámunasafn Sverris Hermannssonar Lokað verður fimmtudaginn 7. september. Opið verður á föstudaginn 8. september milli kl. 13:00-17:00. Dagana 9.-16. september verður opið milli kl. 11:00-17:00. Síðasti opnunardagur haustsins verður laugardagurinn 16. september, nánar auglýst síðar.
05.09.2017