Fréttayfirlit

Reikningar í rafræn skjöl

Ákveðið var að hefja birtingu reikninga í rafrænum skjölum í heimabanka og munu hér eftir allir reikningar útgefnir af sveitarfélaginu birtast í rafrænum skjölum. Farið var af stað með verkefnið í febrúar og eru einhverjir reikningar nú þegar aðgengilegir í rafrænum skjölum. Er það von okkar að þetta geri reikninga aðgengilegri auk þess að vera umhverfisvænn kostur. Álagningarseðlar fasteignagjalda eru eins og áður aðgengilegur á island.is.
09.03.2018

Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar vinnur nú að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, sem staðfest var 21.1.2014. Breytingin mun taka til legu flutningslína raforku en ekki voru forsendur til þess að ganga frá legu þeirra þegar svæðisskipulagið var unnið. Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman skipulags- og matslýsing þar sem gerð er grein fyrir áherslum, helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, skipulagskostum og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Lýsing er sett fram og kynnt í upphafi verks til þess að almenningur, umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar fái upplýsingar um fyrirhugaða skipulagsvinnu og geti sett fram sjónarmið, athugasemdir og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins.
08.03.2018
Svæðisskipulagsauglýsingar

Umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki barna

Nú er hægt að senda inn umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki barna rafrænt.
08.03.2018