Fréttayfirlit

Hvítasunnuhelgin í sundlauginni

Það verður opið hjá okkur laugardag - mánudags kl. 10:00-20:00. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
29.05.2020
Fréttir

Fundarboð 551. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 551. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 28. maí 2020 og hefst kl. 15:00.
26.05.2020
Fréttir

Hreyfivika UMFÍ 2020

Nú stendur yfir Hreyfivika UMFÍ og ætlar Eyjafjarðarsveit að bjóða uppá nokkra viðburði tengda henni. Það er um að gera að koma og taka þátt í því sem boðið er uppá, prófa eitthvað nýtt eða rifja upp gamla takta eftir samkomubann. Vonandi sjáum við sem flesta.
26.05.2020
Fréttir

Líkamsræktin opnar

Líkamsræktaraðstaðan verður opnuð mánudaginn 25. maí. Við munum halda áfram að láta fólk skrá sig fyrirfram. Hægt er að skrá sig í klukkutíma í senn og það geta verið 2 í einu eða fjölskylda saman. Hringið í síma 464-8140 til að panta tíma. Verið velkomin Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar
22.05.2020
Fréttir

Miðaldadagar á Gásum verða ekki í ár

Stjórn Gásakaupstaðar ses og Gásverjar hafa tekið þá ákvörðum í ljósi aðstæðna að aflýsa Miðaldadögum á Gásum í ár. Tár er á hvarmi margra Gásverja vegna þessarar ákvörðunar en fyrir marga þeirra, ekki síst þá yngstu, er þetta hápunktur sumarsins. Síðustu ár hafa um 2000 manns árlega ferðast aftur til fortíðar þriðju helgina í júlí þegar þeir sækja Miðaldadaga á Gásum í Eyjafirði heim. Í ár verða menn að halda sig í samtímanum en fá tækifæri að ári til að upplifa verslunarstaðinn frá miðöldum á blómatíma hans. Þá verður á ný hægt að kynnast handverki og daglegum störfum frá miðöldum í sviðsmynd verslunarstaðarins á Gáseyrinni þar sem reykur úr pottum fyllir vit, Gásverjar bregða á leik og taktföst högg eldsmiða og sverðaglamur heyrast um allan fjörð. Gásverjar allir hlakka til að ferðast aftur til fortíðar með ferðaþyrstum gestum helgina 16.-17. Júlí 2021 Nánar um Gásir og MIðaldadaga á Gásum á gasir.is
20.05.2020
Fréttir

Girðingar og sleppingar

Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013.
19.05.2020
Fréttir

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar - Opnun 18. maí - tilmæli yfirvalda

Eftir 8 vikna Covid-19 lokun á sundlauginni, hafa yfirvöld gefið leyfi til að opna aftur. Opnunartíminn er: Mánudaga – fimmtudaga kl. 6:30-22:00 Föstudaga kl. 6:30-20:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00  Samkvæmt yfirvöldum má opna fyrir alla þjónustu svo lengi sem hugað er að hreinlæti og sóttvörnum og gestir eru meðvitaðir um þær takmarkanir og leiðbeiningar sem gilda. Við munum opna sundlaug, pott, eimbað og kalda karið. Vaðlaugin verður lokuð, þar sem unnið er að viðgerðum sem verður vonandi lokið innan tveggja vikna. Í fyrstu er aðeins heimilt að vera með helming þess gestafjölda sem við höfum leyfi fyrir. Miðað við almennan fjölda í okkar laug, er ekki líklegt að það þurfi að takmarka fjölda í sund. En á miklum álagstímum gæti þurft að takmarka fjöldann og þá eru gestir beðnir um að dvelja ekki lengur en 2 klst í senn. Á sundstöðum er 2 metra reglan um nándarmörk valkvæð. Höfðað verður til skynsemi gesta sem eru samt sem áður beðnir um að virða regluna eins og hægt er, sérstaklega í búningsklefum og pottum. Við erum öll almannavarnir! Við munum taka hárblásarana, en hægt verður að fá þá lánaða í afgreiðslu og skila aftur þangað. Þannig náum við að tryggja að þeir séu sótthreinsaðir eftir hverja notkun. Hlökkum til að sjá ykkur í sundi, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
18.05.2020
Fréttir

Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 11. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.” Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Nauðsynlegt er að halda fjölgun katta í hófi. Vanti kattagildru eða aðstoð við fækkun katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615. Sveitarstjóri.
14.05.2020
Fréttir

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar – Opnum aftur mánudaginn 18. maí

Minnum á opnunartímann: Mánudaga – fimmtudaga kl. 6:30-22:00 Föstudaga kl. 6:30-20:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
14.05.2020
Fréttir

Heimsendingar á matvörum úr matvöruverslun

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið að útvíkka þjónustu sveitarfélagsins varðandi heimsendingu á matvörum úr matvöruverslun. Verður þjónustan nú í boði út árið 2020 og er ætluð öllum þeim sem náð hafa 67 ára aldri óháð utanaðkomandi áhrifa líkt og Covid. Þeir sem nýtt hafa þjónustuna og eru í áhættuhóp varðandi Covid aðstæðna stendur áfram í boði að nýta þjónustuna meðan áhrifa að völdum Covid gætir. Verður þjónustan einnig í boði fyrir þá sem hafa þjónustumat varðandi ferðir í matvöruverslanir óháð því hvort þeir hafa náð tilteknum aldri eða ekki. Sama verklag verður haft á þjónustunni sem verður í boði einu sinni í viku, á þriðjudögum. Er það í höndum þess sem pantar að sjá til þess að pöntunin verði tilbúin til afhendingar kl. 11:00 að morgni þriðjudags og senda pöntunarnúmerið á skrifstofu sveitarfélagsins í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is eða hafa samband í síma 463-0600.
14.05.2020
Fréttir