Fréttayfirlit

Fundarboð 554. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

554. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 3. september 2020 og hefst kl. 15:00.
01.09.2020
Fréttir

Sundlaug og rækt opna kl. 8:00 á föstudaginn 4. september

Vegna viðhalds á gólfi í búningsklefum opna sundlaugin og líkamsræktin ekki fyrr en kl. 8:00 föstudaginn 4. sept. Kveðja, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
01.09.2020
Fréttir

Vetraropnun í sundlauginni

Vetraropnun hefur tekið gildi og er eftirfarandi: Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-22:00 Föstudaga kl. 6:30-20:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 Hætt er að hleypa ofaní 30 mín. fyrir lokun. Verið velkomin. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar.
25.08.2020
Fréttir

Gangnaseðlar 2020

Gangnaseðla 2020 má nálgast hér í fréttinni og prenta út.
21.08.2020
Fréttir

Tilkynning frá Fjallskilanefnd vegna Covid-19

Á fundi sínum þann 21. ágúst 2020 fór Fjallskilanefnd yfir leiðbeiningar frá Almannavörnum vegna gangna og rétta vegna Covid-19 og leggur áherslu á að aðilar kynni sér þær leiðbeiningar vel.
21.08.2020
Fréttir

Leitum eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpið

Leitum að ábyrgum, jákvæðum, áhugasömum og hugmyndaríkum einstaklingi til að sjá um félagsmiðstöðina Hyldýpið við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hlutastarf, 1 kvöld í viku fyrir unglingastig og 1 viðburð í mánuði eftir skóla fyrir miðstig ásamt stærri viðburðum. Einnig geta tveir tekið þetta að sér og skipt viðburðum á milli sín. Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst. Allar fyrirspurnir og umsóknir berist á netfangið sundlaug@esveit.is
20.08.2020
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsmann í hlutastarf

Um er að ræða 50% stöðu í þrifum, öðrum tilfallandi verkefnum og afleysingu á deildum. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Lipurðar í samskiptum • Íslenskukunnáttu • Reynslu og/eða menntun sem nýtist í starfi Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2020. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
11.08.2020
Fréttir

Fundarboð 553. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 553. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 13. ágúst 2020 og hefst kl. 15:00
11.08.2020
Fréttir

Álagning fjallskila 2020

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
10.08.2020
Fréttir