Fréttayfirlit

Myndlistarsýning í tilefni afmælis Krummakots

Mánudaginn 14. september eru liðin þrjátíu og þrjú ár síðan leikskólinn Krummakot tók til starfa í Eyjafirði. Til að fagna afmælinu opnum við myndlistarsýningu í Aldísarlundi á afmælisdeginum sjálfum. Íbúar Eyjafjarðarsveitar og aðrir velunnarar leikskólans eru hvattir til að líta við og sjá fjölbreytnina í verkum nemenda. Gaman væri að sem flestir gerðu sér ferð upp í Aldísarlund og fögnuðu þannig afmælinu með okkur. Þema sýningarinnar er haustið og allt sem snýr að því fallega sem að við sjáum í haustinu. Kær Kveðja, Erna Káradóttir, skólastjóri á Krummakoti.
04.09.2020
Fréttir

Fundarboð 554. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

554. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 3. september 2020 og hefst kl. 15:00.
01.09.2020
Fréttir

Sundlaug og rækt opna kl. 8:00 á föstudaginn 4. september

Vegna viðhalds á gólfi í búningsklefum opna sundlaugin og líkamsræktin ekki fyrr en kl. 8:00 föstudaginn 4. sept. Kveðja, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
01.09.2020
Fréttir