Fréttayfirlit

Útboð - Hrafnagilsskóli viðbygging - breyttar tímasetningar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða jarðvinnu, steypu sökkla og botnplötu ásamt lagnavinnu, skal verki að fullu lokið eigi síðar en 31.maí 2022.
01.11.2021
Fréttir

Íbúar fá frítt í sund í nóvember

Landsátak verður í sundi í nóvember og hefur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákveðið í tengslum við það að bjóða íbúum sveitarfélagsins frítt í sund allan mánuðinn. Þeir sem eiga árskort fá kortinu sínu sjálfkrafa framlengt um einn mánuð í tilefni þessa og þurfa því ekki að óska sérstaklega eftir því.  
27.10.2021
Fréttir

Syndum, landsátak í sundi 1. – 28. nóvember

Ágæti viðtakandi Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
27.10.2021
Fréttir

Velferð hrossa á útigangi

Nú þegar vetur gengur í garð er vert að rifja upp reglur um velferð hrossa á útigangi en gott yfirlit yfir það má finna á heimasíðu Matvælastofnunar.
22.10.2021
Fréttir

Útboð - Hrafnagilsskóli viðbygging

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða jarðvinnu, steypu sökkla og botnplötu ásamt lagnavinnu.
22.10.2021
Fréttir

Upplýsingar um réttinn til bólusetninga á 13 tungumálum

Kynningarefni á 13 tungumálum (ísl., ensku, pólsku, litháísku, spænsku, rússnesku, serbnesku, rúmensku, lettnesku, arabísku, kúrdísku, farsi, tælensku) um réttinn til bólusetninga hefur verið uppfært og aðgengilegt á netinu (https://www.covid.is/vax-kynningarefni ). 
22.10.2021
Fréttir

Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjánna, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi.
22.10.2021
Fréttir

Starf í heimaþjónustu

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir starfsmönnum í heimaþjónustu. Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi.
20.10.2021
Fréttir

Umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk barna

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum. Styrkur árið 2021 er fjárhæð 20.000 kr. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Sótt er rafrænt um íþrótta- og tómstundastyrk á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-ithrotta-og-tomstundastyrk-barna Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda: 1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn. 2. Staðfestingu á greiðslu. 3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
19.10.2021
Fréttir

Fundarboð 574. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 574. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 21. október 2021 og hefst kl. 08:00.
19.10.2021
Fréttir