Fréttayfirlit

Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?

Nú þegar vetur gengur í garð kannar sveitarfélagið hverja vantar mögulega aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600. Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft aftur samband varðandi frekari útfærslu þjónustunnar. Sveitarstjóri.  
10.11.2021
Fréttir

Syndum, landsátak í sundi 1. – 28. nóvember

Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Munum eftir því hvað sund er frábært! Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá sínar sundvegalengdir.
09.11.2021
Fréttir

Leiðalýsing 2021

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp áður en aðventan byrjar. Þeir sem leigt hafa krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.500.- Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.  
02.11.2021
Fréttir

Fundarboð 575. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 575. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 4. nóvember 2021 og hefst kl. 08:00.
02.11.2021
Fréttir

Útboð - Hrafnagilsskóli viðbygging - breyttar tímasetningar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða jarðvinnu, steypu sökkla og botnplötu ásamt lagnavinnu, skal verki að fullu lokið eigi síðar en 31.maí 2022.
01.11.2021
Fréttir