Fréttayfirlit

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands vekur athygli á bæklingi

The National Olympic and Sports Association of Iceland and the Icelandic Youth Association have published a brochure in eight languages on the benefits of participating in organised sports with a sports club. The brochure is intended for parents of children of foreign origin, but research has shown that the participation rate of these children is about half of what it is for children who come from hosehoulds where Icelandic is spoken. The brochure can be accessed both in an electronic form on the association´s websites www.isi.is and www.umfi.is, and in printed form at their offices. The borchures are available in Arabic, English, Filipino, Icelandic, Lithuanian, Polish, Thai and Vietnamese. Below are links to the brochures in electronic form. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á átta tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna, en rannsóknir hafa sýnt að þátttaka þessara barna er um helmingi minni en barna af heimilum þar sem töluð er íslenska. Bæklingana er bæði hægt að nálgast í rafrænu formi á heimasíðum samtakanna www.isi.is og www.umfi.is en einnig í prentuðu formi á skrifstofum þeirra. Bæklingarnir eru til á arabísku, ensku, filippeysku, íslensku, litháísku, pólsku, tælensku og á víetnömsku.
26.02.2021
Fréttir

Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit – tillaga að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar 2021 að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað í Vaðlareit í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit.
25.02.2021
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Fundarboð 561. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

561. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 25. febrúar 2021 og hefst kl. 15:00.
23.02.2021
Fréttir

Upplýsingar um bólusetningu á auðlesnu máli

Embætti landlæknis í samvinnu við Þroskahjálp hafa tekið saman upplýsingar um bólusetningu á auðlesnu efni sem finna má hér. Þetta efni verður þýtt yfir á ensku og pólsku og mun það verða auglýst þegar það kemur. Einnig er að finna upplýsingar um bólusetningar og tölfræði vegna bólusetninga gegn Covid-19 inn á covid.is eða hér: https://www.covid.is/bolusetningar
17.02.2021
Fréttir

Leifsstaðabrúnir, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 4. febrúar 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Leifsstaðabrúnum skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til þriggja íbúðarhúsalóða á svæði sem auðkennt er íbúðarsvæði ÍB16 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
16.02.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Eyjafjarðarsveit gefur íbúum G-vítamín - Frítt í sund 17. febrúar

Geðhjálp gaf út dagatal þar sem er verið að bjóða 30 skammta af G-vítamíni á þorranum. Miðvikudaginn 17. febrúar mun Eyjafjarðarsveit taka þátt í þessu og gefa öllum G-vítamín með því að bjóða frítt í sund. Vonandi sjáum við sem flesta í sundi, en það verður opið allan daginn kl 6:30-22:00. Nánari upplýsingar um G-vítamín er að finna á þessari síðu: gvitamin.is/sund
16.02.2021
Fréttir

Aðalfundur UMF Samherja var haldinn í matsal Hrafnagilsskóla 3. febrúar

Berglind Kristinsdóttir formaður fór yfir starfsemi félagsins á síðasta ári sem einkenndist mikið af Covid-19 faraldrinum og þakkaði hún þjálfurum félagsins sérstaklega fyrir þrautsegju á erfiðum tímum. Körfubolti og skák komu inn sem nýjar greinar á síðasta ári, meira samstarf hófst við UMSE og framkvæmdastjóra þess, Þorstein Marinósson en áformað er að hann taki að sér ýmis verkefni tengd rekstri Samherja. Steypt var fyrir tartani á íþróttavellinum og samþykkti stjórnin að Samherjar skyldu sækjast eftir Fyrirmyndarfélagsviðurkenningu frá ÍSÍ. Sú ákvörðun var svo staðfest á aðalafundinum.
15.02.2021
Fréttir

Sundlaugin opin allan daginn miðvikudag, fimmtudag og föstudag

Vegna vetrarfrís í skólanum verður sundlaugin opin allan daginn miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Opnunartími þessa daga er: Miðvikudag og fimmtudag kl. 6:30-22:00. Föstudag kl. 6:30-20:00. Hlökkum til að sjá ykkur í sundi, starfsfólk íþróttamiðstöðvar.
15.02.2021
Fréttir

SSNE: Opnað fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

"Í gær, 11. febrúar, opnaði fyrir umsóknir í nýjan sjóð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Stofnun sjóðsins, sem fengið hefur nafnið Lóa, er liður ráðuneytisins í að styðja við nýsköpun á landsbyggðinni vegna fyrirhugaðrar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Heildarfjárhæð sem úthlutað verður 2021 er 100 milljónir króna og er hámarksstyrkur hvers verkefnis 20 milljónir króna. Úthlutað er til 1 árs í senn og skulu verkefnin miða við það."
12.02.2021
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Í næstu viku er safnið aðeins opið á þriðjudaginn 16. febrúar frá kl. 16:00 – 19:00. Á miðvikudaginn 17. og fimmtudaginn 18. er lokað vegna vetrarleyfis í skólanum. Venjulega er opið á safninu: Þriðjudaga frá 16.00-19.00 Miðvikudaga frá 16.00-19.00 Fimmtudaga frá 16.00-19.00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegt er, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur og tveggja metra regluna. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
09.02.2021
Fréttir