Fréttayfirlit

Skilaboð til þeirra sem keyptu fisk og pappír af nemendum í 10. bekk

Undanfarna daga hafa nemendur í 10. bekk farið um sveitina og selt pappír og fisk. Hluti nemenda ákvað að bíða með að afhenda pappírinn þar til fiskurinn yrði einnig kominn í hús. Nú er ljóst að ekki er hægt að afhenda fiskinn á allra næstu dögum vegna bilunar í vélum hjá söluaðilum. Nemendur munu því afhenda pappírinn fljótlega og fiskinn um leið og hann kemur. Bestu kveðjur og þakkir fyrir biðlundina, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla.
13.10.2021
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2022-2025. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is í síðasta lagi 28. október 2021.  
12.10.2021
Fréttir

Kaldavatnsrof í hluta Hrafnagilshverfis 7. okt.

Vegna vinnu við dreifikerfi Norðurorku verður lokað fyrir kalt vatn í hluta Hrafnagilshverfis (sjá mynd) fimmtudaginn 7. október kl. 08:00-12:00 eða meðan vinna stendur yfir.
06.10.2021
Fréttir

Venjulegur opnunartími í sundlauginni á fimmtudaginn 7. okt.

Fyrirhugað var að hafa sundlaugina opna allan fimmtudaginn 7. október, en ekkert verður af því þar sem kalda vatnið verður tekið af milli kl. 8:00-12:00 þann dag. Opnunartíminn verður þá eins og vanalega kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00. Biðjumst velvirðingar á þessu, Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.  
05.10.2021
Fréttir

Leifsstaðabrúnir lokun á götu 05.10.2021

Vegna vinnu við dreifikerfi verða Leifsstaðabrúnir LOKAÐAR á morgun þriðjudaginn 05.10.2021. (sjá mynd) Áætlaður tími er frá kl. 08:30 og fram eftir degi. Kveðja Norðurorka.
04.10.2021
Fréttir

Frétt frá Hrafnagilsskóla - Viðurkenning fyrir frumkvöðlastarf í íslenskukennslu

"Fimmtudaginn 30. september stóð Íslensk málnefnd fyrir málræktarþingi um íslenskukennsku í Þjóðminjasafni Íslands. Þrír frumkvöðlar, hver á sínu sviði, fengu viðurkenningu og þar á meðal fékk Ólöf Ása Benediktsdóttir, kennari á unglingastigi Hrafnagilsskóla, viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í íslenskukennslu. Ólöf Ása hefur lagt sig fram um að vera góð fyrirmynd nemenda sinna. Hún hefur hvatt nemendur til að nota tungumálið óhikað, til að tjá sig, færa rök fyrir máli sínu og skiptast á skoðunum. Viðurkenningar voru einnig veittar þeim Sævari H. Bragasyni fyrir frumkvöðlastarf í fræðslu í náttúruvísindum á íslensku og Retor Fræðslu fyrir frumkvöðlastarf í íslenskukennslu fullorðinna innflytjenda. Við óskum Ólöfu Ásu innilega til hamingju og erum stolt af samstarfskonu okkar í Hrafnagilsskóla." Fréttin á heimasíðu Hrafnagilsskóla.
04.10.2021
Fréttir

Fuglalíf í Óshólmum - skýrsla

Á árinu 2020 var unnið að fuglatalningu í Óshólmum Eyjafjarðarár og í framhaldi þess gefin út skýrsla með niðurstöðum og borið saman við niðurstöður fyrri ára.
29.09.2021
Fréttir

Viðtalstímar í Eyjafjarðarsveit - Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Vegna fyrri fréttar um umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra, er vakin athygli á því að boðið verður upp á viðtalstíma og ráðgjöf á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, þriðjudaginn 5. október kl. 8:30-10:00.  Hægt er að sækja um viðtalstíma og ráðgjöf hér. Hér fyrir neðan má sjá tímaáætlun ráðgjafa SSNE en fyrir utan þessa auglýstu tíma er auðsótt að leita til starfsfólks SSNE með því að senda tölvupóst á ssne@ssne.is. Starfsstöðvar og opnunartíma SSNE má finna hér.
29.09.2021
Fréttir

Varúðarmerkingum Vegagerðarinnar rænt við Þverá

Blikkljósum auk merkinga Vegagerðarinnar við Þverá hefur verið rænt af svæðinu en þeim er ætlað að auka öryggi vegfaranda þar sem vegurinn fór í sundur og í aðkomu að gömlu brúni.
29.09.2021
Fréttir

Sundlaugin opin allan daginn 1. okt. og 7. okt.

Föstudaginn 1. október er starfsdagur í skólanum og fimmtudaginn 7. október er foreldradagur í skólanum. Þessa daga verður sundlaugin opin allan daginn þ.e. föstudaginn 1. okt. kl. 06:30-19:00 og fimmtudaginn 7. okt. kl. 6:30-22:00. Hlökkum til að sjá ykkur. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
28.09.2021
Fréttir