Fréttayfirlit

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25. september 2021.

Kjörfundur í Eyjafjarðarsveit Kjörfundur er í Hrafnagilsskóla þann 25. september og hefst hann kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372. Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla. F.h. kjörstjórnar, Einar Grétar Jóhannsson.
14.09.2021
Fréttir

Kjörskrá Eyjafjarðarsveitar

Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 liggur frammi frá 15. september, almenningi til sýnis, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar á auðveldan hátt er hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá. Sveitarstjóri.
09.09.2021
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara/leiðbeinanda. Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólanum Krummakoti. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 61 dásamleg börn á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Framúrskarandi samskiptahæfileikar. Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 1. okt. 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
09.09.2021
Fréttir

Sjálfbærni í Eyjafjarðarsveit

Það eru ekki allir sem þekkja hversu sjálfbært sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit er og hversu mikið það gefur af sér fyrir Eyjarfjörð og Ísland allt.
06.09.2021
Fréttir

Atvinna

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða starfsmann í 26% hlutastarf. Vinnutíminn er kl. 6:00-8:00, 4 morgna í viku. Möguleiki á meira starfshlutfalli og afleysingum. Í starfinu felst m.a. afgreiðsla og gæsla í sundlaug. Áhersla er lögð á stundvísi, sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Nánari upplýsingar gefur Erna Lind í síma 895-9611.
03.09.2021
Fréttir

Sundlaug lokuð 6. og 7. sept vegna viðhalds

Vegna viðhalds verður sundlaugin lokuð þessa daga: Mánudaginn 6. sept verður opið kl. 6:30-8:00 og svo lokað eftir það. Þriðjudaginn 7. sept verður lokað allan daginn. Opnum svo aftur á miðvikudeginum eins og vanalega.
31.08.2021
Fréttir

Kvöldhelgistund í Grundarkirkju 5. september kl. 20:00

Frá og með 1. september leysir sr. Guðmundur Guðmundsson af sr. Jóhönnu Gísladóttur sem verður í fæðingarorlofi næstu 6 mánuði. Netfang hans er gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is og sími hans er 897 3302. Eydís Ösp Eyþórsdóttir mun annast barnastarf og fermingarfræðslu. Fyrsta guðsþjónusta á misserinu í Eyjafjarðarsveit verður 5. september í Grundarkirkju kl. 20. Það verður helgistund með léttum söngvum við undirleik Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Foreldrar og fermingarbörn eru sérstaklega boðuð og verður stuttur fundur eftir helgistundina með sr. Guðmundi og Eydísi varðandi fermingarstörfin í vetur. Nánari upplýsingar á facebook/Kirkjan í Eyjafjarðarsveit.
30.08.2021
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið opnar að nýju eftir sumarleyfi 1. september. Athugið breytta opnunartíma. Safnið er lokað á mánudögum en annars opnar það klukkan 14.00. Þriðjudaga er opið frá 14.00-17.00 Miðvikudaga er opið frá 14.00-17.00 Fimmtudaga er opið frá 14.00-18.00 Föstudaga er opið frá 14.00-16.00 Gott úrval af alls konar bókum og tímaritum, sjón er sögu ríkari. Safnið er staðsett í kjallara íþróttahúss. Best er að aka niður með skólanum að norðan og ganga inn um austurinngang eða nota sundlaugarinnganga og ganga þaðan niður í kjallara. Hlakka til að sjá gamla og nýja notendur. Bókavörður  
30.08.2021
Fréttir

Leyfðu okkur að sjá um matseldina í hádeginu

Við ætlum að byrja með þá nýjung að opna eldhúsið á Kaffi kú í hádeginu, frá klukkan 12:00 alla virka daga þar sem boðið er uppá hefðbundinn heimilismat. Einnig er hægt að panta og fá matinn í brottnámsbakka. Við þurfum þó smá fyrirvara ef ætlunin er að kíkja í mat. Æskilegt er að panta eða láta vita af komu sinni fyrir klukkan 10:00 í síma 779-3826 Réttur dagsins kostar 1.950 kr. og kaffi innifalið. Matseðill vikunnar 30/8 - 3/9 Mánudagur: Fiskur í raspi, nýjar kartöflur og lauksmjör Þriðjudagur: Lambagúllas, kartöflumús, grænar baunir og rauðkál Miðvikudagur: Gratíneraður plokkfiskur, rúgbrauð og smjör Fimmtudagur: Smjörsteikt Kjúklingabringa með ofnsteiktum kartöflum, grænmeti og rauðvínssósu Föstudagur: Bernaisborgari með sveppum, lauk og frönskum. Matseðil vikunnar má einnig finna á facebook síðu Kaffi kú.
27.08.2021
Fréttir

Vetraropnun í sundlaug hefst laugardaginn 28. ágúst

Vetraropnun í sundlaug hefst laugardaginn 28. ágúst og er eftirfarandi: Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00. Föstudaga kl. 6:30-8:00 og 14:00-19:00. Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-19:00. Verið velkomin í sund.  
27.08.2021
Fréttir