Fréttayfirlit

Stafræn sveitarfélög - samstarfsverkefni

Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, fækka handtökum starfsmanna, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna.
05.05.2022
Fréttir

Safnaverðlaunin 2022 – Tilnefning

Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa að Íslensku safnaverðlaununum, sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem verðlaunin verða afhent. Það er mat valnefndar að Minjasafnið á Akureyri haldi vel „lifandi“ tengslum milli svæðisbundins menningararfs og samtímans með vel skipulagðri starfsemi og hafi margsýnt hvers samfélagslega rekin minjasöfn eru megnug og mikilvæg þegar þau eru vel mönnuð og vel er haldið utan um þau. Áhersla á samfélagsleg gildi og samstarf við hina ýmsu ólíku hópa og aðila skipar Minjasafninu á Akureyri í hóp fremstu safna á Íslandi í dag. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Alþjóðlega safnadaginn þann 18. maí, í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Viðburðurinn er opinn öllum og verður auglýstur nánar síðar.
03.05.2022
Fréttir

Auglýsingablaðið og nýtt dreifingadagatal landpósta 2022 - Eyjafjarðarsveit er blátt svæði, verið er að laga hjá póstinum!

„Frá og með 1. maí 2022 mun Pósturinn dreifa bréfum tvisvar í viku um allt land. Áður var bréfum dreift annan hvern dag en breytingin er viðbragð við verulegri fækkun bréfasendinga.“ Hægt er að sjá nánar um þetta á heimasíðu Póstsins: https://posturinn.is/frettir/almennar-frettir/2022/nu-dreifum-vid-brefum-tvisvar-i-viku/ Dagatal landpósta 2022, sjá hér. Af þessum sökum verður Auglýsingablaðinu dreift á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga verður óbreyttur fyrir kl. 10 á þriðjudögum á esveit@esveit.is Sjá uppýsingar um Auglýsingablaðið hér.
02.05.2022
Fréttir