Fréttayfirlit

Eyrarland, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Eyrarlands í kynningarferli. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB14, þar sem í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 íbúðarhúsum, eru auknar í 15 hús. Deiliskipulagstillagan tekur til tíu íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14, á spildu austan Veigastaðavegar og sunnan íbúðarbyggðarinnar Kotru.
01.09.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Samkomugerði, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð í landi Samkomugerðis 1 í kynningarferli. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir nýju frístundasvæði á landeigninni Samkomugerði 1 landsp. 1 þar sem heimilt er að byggja þrjú frístundahús. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum og er byggingarheimild fyrir einu húsi á svæðinu því óráðstafað að sinni.
01.09.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Sundlaugin opin til kl. 20:00 fyrir þreytta gangnamenn

Sundlaugin opin til kl. 20:00 á laugardaginn fyrir þreytta gangnamenn Laugardaginn 3. september verður sundlaugin opin til kl. 20:00, þannig að gangnamenn geti komið og látið þreytuna líða úr sér í heita pottinum. Bjóðum alla gangnamenn velkomna.
31.08.2022
Fréttir

Bilskirnir, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugaða íbúðarbyggð á landeigninni Bilskirni í kynningarferli. Skipulagsverkefnið lýtur að einni nýrri íbúðarlóð á svæði sem auðkennt er ÍB19 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 31. ágúst og 13. september 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is.
31.08.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Safnaðarstarf kirkjunnar hefst að nýju eftir sumarfrí

Foreldrar barna í 8. bekk ættu nú þegar að hafa fengið tölvupóst með nánari upplýsingum um fermingarfræðsluna í vetur. Miðvikudaginn 21. september verður kvöldhelgistund í Grundarkirkju þar sem fermingarbörn og fjölskyldur þeirra verða boðin velkomin. Nánar auglýst síðar. Barnastarf fyrir 10 - 12 ára börn hefst á miðvikudögum í október. Helgihaldið hefst sömuleiðis innan tíðar og verður auglýst er nær dregur. Síðast en ekki síst þá hvetjum við sveitunga okkar og önnur áhugasöm að taka þátt í öflugu kórastarfi í heimasveit í vetur. Kirkjukór Grundarsóknar getur bætt við sig félögum fyrir spennandi starfsár. Kórinn er frábær félagsskapur sem æfir á mánudagskvöldum undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Nánari upplýsingar á thorvaldurorn@akirkja.is Ég minni svo á að lokum að öllum er öllum er vekomið að óska eftir samtali við prest og viðtalsþjónusta ætíð án endurgjalds. Viðtöl fara fram á skrifstofu minni í Akureyrarkirkju eða í heimahúsum ef þess er óskað. Jóhanna prestur, johanna.gi@kirkjan.is, s: 696-1112
31.08.2022
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Þann 1. september tekur vetraropnum bókasafnsins við. Þá er safnið opið fyrir almenning sem hér segir: Þriðjudaga frá 14.00-17.00 Miðvikudaga frá 14.00-17.00 Fimmtudaga frá 14.00-18.00 Föstudaga frá 14:00-16:00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og ganga úr anddyri niður í kjallara.
25.08.2022
Fréttir

Hefur þú áhuga á að sjá um eða taka þátt í undirbúningi á Fullveldishátíð sveitarfélagsins?

Velferðar- og menningarnefnd auglýsir eftir aðilum sem hafa áhuga á að sjá um eða taka þátt í undirbúningi á Fullveldishátíð sveitarfélagsins sem fram fer þann 1. desember 2022.
24.08.2022
Fréttir

Nýir starfsmenn hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Tveir nýir starfsmenn hafa hafið störf á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE), þær Sigríður Kristjánsdóttir og jakobína Ósk Sveinsdóttir.
23.08.2022
Fréttir

Vakin er athygli á lýðheilsustyrkjum

Frestur til að sækja um styrk er til og með 15. desember 2022. Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.  Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2022  Lýðheilsustyrkur eldri borgara  Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
23.08.2022
Fréttir

Fundarboð 592. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 592 FUNDARBOÐ 592. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. ágúst 2022 og hefst kl. 08:00.
23.08.2022
Fréttir