Fréttayfirlit

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 170 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Grunnskólakennari/sérkennari í sérdeild Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2022. Um er að ræða sérkennarastöðu í sérdeild unglingsstúlkna sem dvelja á Meðferðarheimilinu að Laugalandi. Leitað er eftir kennara sem: Hefur reynslu af kennslu á unglingastigi. Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda. Sýnir metnað fyrir hönd nemenda. Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk. Sýnir árangur í starfi. Er fær og lipur í samskiptum. Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Menntun í sérkennslufræðum er æskileg. Grunnskólakennari á yngsta stigi Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80% starfshlutfall frá 1. ágúst 2022. Í starfinu felst: Námsstuðningur við nemendur og samvinna við kennara og starfsfólk. Leitað er eftir kennara sem: Hefur kennaramenntun. Sýnt hefur árangur í starfi. Hefur áhuga á og færni til að nýta tækni í skólastarfi. Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda. Sýnir metnað fyrir hönd nemenda. Er í góðri samvinnu við foreldra og allt starfsfólk. Er fær og lipur í samskiptum. Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Hefur reynslu og þekkingu á Byrjendalæsi og fleiri kennsluaðferðum. Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2022. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209 eða á netföngin hrund@krummi.is og bjork@krummi.is Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is
25.04.2022
Fréttir

Atvinna - tímabundin afleysing - karl

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða karl til starfa í vaktavinnu. Auglýst er laust til umsóknar 100% starf í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Um er að ræða tímabundna afleysingu fram í júlí/ágúst með möguleika á framlengingu. Einnig kemur til greina að ráða tvo í hlutastarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
25.04.2022
Fréttir

Aukið aðgengi að skógræktarsvæðum

Sumardaginn fyrsta skrifuðu Eyjafjarðarsveit og Skógræktarfélag Eyjafjarðar undir styrktarsamning til tveggja ára. Samningurinn gerir Skógræktarfélaginu kleift að sinna betur umhirðu umræddra skógarreita og vinna með sveitarfélaginu að úrbótum á aðgengi og aðstöðu.
22.04.2022
Fréttir

Bókasafnið lokað föstudaginn 22. apríl

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar verður lokað föstudaginn 22. apríl 2022.
20.04.2022
Fréttir

Fundarboð 586. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

586. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 20. apríl 2022 og hefst kl. 8:00.
19.04.2022
Fréttir

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2022

Dagana 2. – 6. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2016) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning). Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100. Skólastjóri.
19.04.2022
Fréttir

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnakosninga

Opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og verður hægt að kjósa á skrifstofum sýslumannsembættisins á Akureyri, Húsavík og Siglufirði mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga kl. 9:00 – 14:00, og á Þórshöfn, alla virka daga frá kl. 10:00 - 14:00. Þegar nær líður kjördegi verða nýir kjörstaðir auglýstir sérstaklega á vefsíðunni www.kosning.is og víðar. Lengdur opnunartími tvær síðustu vikurnar fyrir kjördag verður jafnframt auglýstur síðar. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra.
19.04.2022
Fréttir

Kotra, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru í Eyjafjarðarsveit. Skipulagssvæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB13 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og tekur skipulagstillagan til sex nýrra íbúðarlóða auk þess sem fyrri áfangar íbúðarbyggðar í Kotru eru felldir undir hið nýja skipulag.
12.04.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Hrafnagilshverfi, Eyjafjarðarsveit – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 7. apríl 2022 að auglýsa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi. Skipulagsverkefnið hófst sumarið 2020 og er markmið þess að marka heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu og þróun Hrafnagilshverfis til lengri tíma litið.
12.04.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Skrifað undir samning um uppbyggingu Ölduhverfis

Í dag skrifuðu Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, og Viðar Helgason, stjórnarmaður í Ölduhverfi ehf., undir samning um uppbyggingu um 200 íbúða hverfis í landi Ölduhverfis að Kroppi.
11.04.2022
Fréttir