Fréttayfirlit

Líf í lundi helgina 25. og 26. júní

Fuglaganga í Hánefsstaðareit Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á skógargöngu, fuglaskoðun og tálgun í Hánefsstaðareit, Svarfaðardal sunnudaginn 26. júní á milli kl 13 og 16. Heitt á katlinum. Skógarskoðun í Fossselsskógi Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga býður fólki að heimsækja náttúruperluna í Þingeyjarsveit laugardaginn 25. júní á milli kl 14 og 16. Birkisafi í boði. Nánari upplýsingar á facebooksíðum félaganna og á skogargatt.is.
20.06.2022
Fréttir

Brúarland, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 16. júní 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Brúarlands í auglýsingu. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir 15 nýjum íbúðarlóðum á svæði sem auðkennt er ÍB15 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
16.06.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Malbikun og gangstéttagerð í Ártröð

Vinna mun standa yfir í þessari og næstu viku við malbikun og gangstéttagerð í Ártröð.
16.06.2022
Fréttir

Fundarboð 590. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 590. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 16. júní 2022 og hefst kl. 8:00.
14.06.2022
Fréttir

Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2022

Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar hefur verið gefin út. Áætlunin hefur verið í vinnslu frá því árið 2019 og má í henni finna nokkuð ýtarlegt yfirlit yfir stöðu vegamála í sveitarfélaginu út frá umferðaröryggissjónarmiðum. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að skoða áætlunina en gert er ráð fyrir að hún verði endurskoðuð næst haustið 2024.
13.06.2022
Fréttir

Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí – hátíð í heimabyggð

Markaður og blómabýttiborð verður í Laugarborg, flóamarkaðir víða um hverfið á laugardeginum og handverksfólk með opið hjá sér. Ýmislegt annað er í undirbúningi og verða íbúar, sveitungar, gestir og gangandi hvattir til að fá sér létta göngu um hverfið. Nánar auglýst síðar. Takið helgina frá fyrir hátíð í heimabyggð. Hlökkum til að sjá líf og fjör í Hrafnagilshverfinu. Bestu kveðjur, Kvenfélagið Iðunn.
08.06.2022
Fréttir

Glæsilegt hlaðborð í Funaborg á Melgerðismelum 12. júní kl. 13:30-17:00

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á Melgerðismelum þar sem borðin svigna undan kökum og kruðeríi. Verð 2.800 kr fyrir fullorðna og 1.200 kr fyrir grunnskólabörn.
08.06.2022
Fréttir

Fundarboð 589. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 589. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 10. júní 2022 og hefst kl. 8:00.
08.06.2022
Fréttir

Ný sýning á Minjasafninu - Ástarsaga Íslandskortanna

Á annan í hvítasunnu, kl. 13, opnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sýninguna Ástarsaga Íslandskortanna á Minjasafninu á Akureyri. Sýningin er unnin úr stóru safni landakorta frá árunum 1528-1847 eftir helstu kortagerðarmenn Evrópu, þar sem Ísland er annað hvort myndefnið eða hluti af kortinu. Þau eru gjöf þýsku hjónanna dr. Karl-Werner Schulte og dr. Giselu Daxbök Schulte. Ást þeirra á Íslandi og þeirra eigin ástarsaga fléttast saman við söfnun á einstökum Íslandskortum. Gisela féll frá fyrir nokkrum árum en þau hjónin höfðu valið að hvíla í kirkjugarðinum í Lögmannshlíð á Akureyri. Íslandskortasafn sem Schulte hjónin gáfu íbúum Akureyrar telur 143 kort og hefur samanburðarrannsókn leitt í ljós að í því eru tugir korta sem hvergi er að finna í öðru safni á Íslandi jafnvel ekki í heiminum. Sýningin á Minjasafninu á Akureyri er sú eina á landinu þar sem kynnast má þessum merkilega menningararfi. Á sýningunni gefur annars vegar að líta Íslandskortin sem tengjast persónulegri sögu þeirra hjóna hvað mest. Hins vegar er sýnt úrval „nýrra“ korta í safninu sem bárust í október 2021. Þá fyllti Karl-Werner bíl sinn af Íslandskortum, keyrði þúsundir km frá Johannesberg til Danmerkur, tók Norrænu til Seyðisfjarðar og keyrði til Akureyrar. Daginn eftir fór hann sömu leið til baka. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur ávarp við opnun sýningarinnar og að því loknu segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri frá nokkrum kortum úr sýningunni. Léttar veitingar frá heimabæ Schulte hjónanna, Johannesberg.
02.06.2022
Fréttir

Þakkir og hamingjuóskir

Nú þegar ný sveitarstjórn hefur tekið við er vert að óska þeim til hamingju með kjörið og þakka fráfarandi fulltrúum fyrir það liðna
02.06.2022
Fréttir