Arnarholt í Leifsstaðabrúnum – deiliskipulag - endurauglýsing

Deiliskipulagsauglýsingar

Vegna formgalla við birtingu auglýsingar á gildistöku deiliskipulags 4 frístundalóða á Arnarholti, er skipulagið hér með auglýst að nýju, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsauglýsingin hefur áður að öðru leyti hlotið meðferð skv. lögum, þar með talið að hafa verið samþykkt af sveitarstjórn. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag, en Arnarholt er 1,34 ha. spilda í Leifsstaðabrúnum. Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar en það má einnig sjá með því að smella hér.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 15. desember 2013.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.