Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla

Fréttir

Fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi verður árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla. Nemendur völdu að gera stuttmynd þar sem ekki er hægt að halda hefðbundna sýningu sökum samkomutakmarkana. Stuttmyndin er byggð á myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga (sem gerist að hluta til á Húsavík og skartar Will Ferrell og Racher McAdams í aðalhlutverkum) en stuttmynd miðstigsins fékk nafnið Hrafnagilsvision: Eldsaga.

Allir nemendur miðstigs taka þátt í myndinni því auk þess að leika, dansa og syngja sjá nemendur miðstigs um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá, allar upptökur og tæknivinnu.

Nemendur miðstigs bjóða til sölu ,,heimabíópakka” sem inniheldur slóð á stuttmyndina, rafræna leikskrá, hugmyndir að góðu heimakvöldi og óvæntan glaðning. Pakkinn kostar 1.000 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu á nanna@krummi.is í síðasta lagi miðvikudaginn 10. febrúar. Ágóðinn verður nýttur fyrir nemendur miðstigs, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð, Reykjaskólaferð, dagsferð nemenda í 4. bekk og fleira skemmtilegt.

Við þökkum stuðninginn, nemendur miðstigs Hrafnagilsskóla.