Atvinna - Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða forstöðumann Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Um er að ræða fullt starf sem veitist frá 1. mars n.k. eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni:

  • Yfirumsjón með rekstri Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, sem er íþróttahús, sundlaug og íþróttavellir.
  • Yfirumsjón með tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar.
  • Starfsmannahald vegna ofanritaðs.
  • Samstarf við félög og nefndir sem sinna íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu.
  • Samstarf við félög og nefndir sem sinna ferðamálum í sveitarfélaginu.
  • Kynningarstarf og önnur verkefni sem lúta að rekstri á fyrrgreindum sviðum.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starf.
  • Umsækjandi þarf að búa yfir góðum samskiptahæfileikum.
  • Hann þarf að geta unnið sjálfstætt.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja rekstrar- og stjórnunarreynslu.
  • Tungumálakunnátta er æskileg.
  • Umsækjandi þarf að standa þær hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsmanna sundstaða.

 

Umsóknarfrestur um starf þetta er til og með 15. janúar. Umsóknir skulu vera skriflegar og þeim fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Umsóknir sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar Skólatröð 9, 601 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í síma 463 0600.