Auglýsing um skipulag í Eyjafjarðarsveit.

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 27. mars til og með 25. apríl 2008. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 9. maí 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.

A. Breytingar á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með eftirfarandi breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum:

1. Frístundasvæði í landi Rauðhúsa (FS17).
Lóðum á frístundasvæðinu verður fjölgað um eina úr 21 í 22. Viðbótarlóðin er 7000 fm. og skerðist opið svæði sem því nemur. Heildarstærð skipulagssvæðisins verður óbreytt.


2. Íbúðarsvæði í landi Reykhúsa (IS4-b).
Lóðum á íbúðarsvæðinu verði fjölgað um tvær úr 5 í 7. Heildarstærð svæðisins er óbreytt en meðalstærð lóða innan þess minnkar.


3. Íbúðarsvæði í landi Syðri-Varðgjár (ÍS8).
Svæðið liggur við brekkuræturnar neðan Veigastaðavegar. Þar var áður frístundabyggð sem breytast mun í íbúðarbyggð. Breytingin felst í því að bætt er við einni íbúðarlóð við suðurmörk svæðisins og skerðist opið grænt svæði sem þar er skilgreint um 8552 fm. en það er stærð viðbótarlóðarinnar. Heildarfjöldi lóða verður 6 í stað 5 eins og er í gildandi skipulagi.


B. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi er auglýst með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum:

Frístundasvæði í landi Rauðhúsa.
Breytingin felst í fjölgun lóða um eina úr 21 í 22. Ný lóð er 7000 fm. og er hún sunnan og vestan lóðar nr. 21 og aðlæg henni. Aðkomuleiðir eru óbreyttar. Á lóðinni verður heimilt að byggja hús með kjallara eða neðri hæð þannig að heildarstærð hússins verði allt að 320 fm. hús. Skipulagsskilmálar breytast þannig að á öðrum lóðum verður heimilt að byggja allt að 140 fm hús í stað 60 fm samanber eldri skilmála.
Sjá yfirlitsmynd

C. Tillögur að deiliskipulagi.
Eftirfarandi tillögur eru auglýstar með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum:

1. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Reykhúsa.
Deiliskipulagið tekur til svæðis ÍS4-b í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. Það er í landi Reykhúsa skammt norðan Kristnesspítala ofan Kristnesvegar. Aðkoma er frá Kristnesvegi inn á svæðið frá suðri. Skipulagssvæðið er 6.7 ha og þar er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir íbúðarhús. Á hverri lóð verður leyft að byggja íbúðarhús ásamt innbyggðum eða stakstæðum bílskúr. Aðstöðuhús verður einnig heimilað. Í greinargerð með skipulagstillögunni er nánari grein gerð fyrir skilmálum skipulagsins s. s. húsastærðum og frágangi.
Sjá yfirlitsmynd

2. Deiliskipulag íbúðarlóðar í landi Syðri-Varðgjár.
Deiliskipulagið tekur til svæðis ÍS6 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. Það er í landi Syðri-Varðgjár og liggur neðan Veigastaðavegar til móts við heimreið að bænum. Stærð skipulagssvæðisins er 3600 fm og er ætlað fyrir eitt einbýlishús á tveimur hæðum að hámarki samtals 350 fm.


3. Deiliskipulag íbúðarsvæðis í landi Syðri-Varðgjár.
Skipulagssvæðið liggur við brekkuræturnar við fjöruna í landi Syðri-Varðgjár neðan Veigastaðavegar og norðan Fosslands. Svæðið sem nefnist Vogar var áður frístundasvæði með 5 húsum en lóðum er nú fjölgað um eina. Skv. tillögunni verður heimilt að byggja íbúðarhús á þeim lóðum sem áður voru fyrir frístundahús enda víki frístundahúsin. Skipulagstillagan tekur nú til þriggja lóða. Á tveimur var áður frístundahús en þriðja lóðin var óbyggð. Á hverri lóð má reisa eitt einbýlishús ásamt bílgeymslu. Heildarstærð húsa er 350 og 400 ferm. Þar af bílgeymsla 70 – 150 fm. Vegtenging verður frá Eyjafjarðarbraut vestri.


4. Deiliskipulag íbúðarlóðar í landi Knarrarbergs.
Lóðin liggur ofarlega í landi Knarrarbergs og tekur til svæðis sem merkt er ÍS11-a í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. Heildarstærð húss má vera allt að 300 ferm, kjallari, hæð og ris. Stakstæð bílgeymsla 40 fm. Aðkoma er frá Knarrarbergs vegi við landamerkin að Arnarhóli.
Sjá yfirlitsmynd