Auglýst eftir umsóknum í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

Seinni úthlutun ársins 2017 fer fram 1. nóvember.

Sjóðurinn hét áður Landsmótssjóður UMSE, en nafni hans og reglugerð var breytt á síðasta ársþingi UMSE sem fór fram í Árskógi, 9. mars 2017.

Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:
-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.
-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Vakin er athygli á því að sækja þarf um styrki á sérstöku umsóknareyðublaði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september n.k.

Umsóknir berist skirfstofu UMSE Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is.

Umsóknareyðublað, nánar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans er að finna á vefsíðu UMSE.
http://www.umse.is/reglugerdhir/Frslu--og-verkefnasjur-UMSE.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UMSE.