Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa innan UMSE sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember.

Vakin er athygli á því að úthlutað er í samræmi við reglugerð sjóðsins sem samþykkt var árið 2013.
Umsóknareyðublað sækir þú hér.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE Þorsteinn Marinósson.
Sími: 460-4477, 460-4465, 868-3820.
umse@umse.is