Aukið aðgengi að skógræktarsvæðum

Fréttir
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, og Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður …
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, og Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga

Sumardaginn fyrsta skrifuðu Eyjafjarðarsveit og Skógræktarfélag Eyjafjarðar undir styrktarsamning til tveggja ára. Samningurinn gerir Skógræktarfélaginu kleift að sinna betur umhirðu umræddra skógarreita og vinna með sveitarfélaginu að úrbótum á aðgengi og aðstöðu.

Með samningnum vill sveitarfélagið auka aðgengi almennings að þeim mikilvægu útivistarsvæðum sem finnast í sveitarfélaginu og stuðla með því að aukinni lýðheilsu. Styrkurinn á þannig vel við þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Heilsueflandi Sveitarfélag. Styrkurinn er til tveggja ára og hljóðar uppá tvær milljónir á ári.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, og Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, undirrituðu samninginn í sumarblíðu við Hrafnagilsskóla í gær, sumardaginn fyrsta. Vottar að undirritun voru Pétur Halldórsson, varaformaður SE, og Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins.