Bach - Preistrager

Elfa Rún Kristinsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika í Laugarborg 25.febrúar klukkan 15.

Elfa Rún sigraði nýverið hina rómuðu keppni sem kennd er við J.S.Bach og fer fram í Leipzig. Elfa Rún ber því titilinn Bach-Preistrager. Kristinn Örn er faðir hennar.

Efnisskrá tónleikanna:
W.A.Mozart - Sónata í G-dúr
M.Ravel - Sónata fyrir fiðlu og píanó
R.Schumann - Sónata fyrir fiðlu og píanó
Hafliði Hallgrímsson - Offerto