Barnfóstrunámskeið

Börn og umhverfi er námskeið á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna.
Nefndin niðurgreiðir námskeiðskostnaðinn verulega og því þurfa þátttakendur einungis að greiða 1.500.-


Börn og umhverfi
Námskeið á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna

Fyrirhuguðu námskeiði sem vera átti 28.04 og 05.05 er frestað vegna ónógrar þátttöku.
Námskeiðið sem er mjög áhugavert er alls 16 kennslustundir. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Íþrótta- og tómstundanefnd niðurgreiðir námskeiðskostnaðinn verulega og því þurfa þátttakendur einungis að greiða 1.500.-

Við viljum reyna aftur og biðjum alla áhugasama að skrá sig hjá eftirfarandi aðilum fyrir 4. maí.
Ekki verður tekin endanleg ákvörðun um tímasetningar fyrr en ljóst er hvort nóg þátttaka fæst.

Skráning hjá:
Kristínu í síma 463 1590 eða í tölvupósti á kristin@krummi.is
Nönnu í síma 463 1357 eða í tölvupósti á nanna@krummi.is