Borðtennisæfingabúðir á Hrafnagili 14. nóv.- kostar ekkert

Laugardaginn 14. nóvember verða borðtennisæfingabúðir fyrir börn og unglinga í íþróttahúsinu á Hrafnagili. Búðirnar hefjast klukkan 10 að morgni og standa langt fram eftir degi.  Umf. Samherjar standa fyrir búðunum en þær eru haldnar í tengslum við aldursflokkamót sem félagið heldur á sunnudag. Við höfum þegar fregnað af þátttakendum frá þremur félögum syðra og vonandi verða Samherjar og aðrir norðlendingar líka duglegir að mæta. Gisting er í boði í skólastofum, heit máltíð fylgir æfingabúðunum á laugardaginn án aukakostnaðar en æfingabúðirnar eru reyndar fríar fyrir alla þátttakendur. :)

 Á laugardagskvöldið verður eitthvað gert til gamans, t.d. hugsanlega farið í bingó eða eitthvað þess háttar.

Þessar æfingabúðir og aldursflokkamót er stærsti borðtennisviðburður sem Samherjar hafa staðið fyrir. Það er enn pláss fyrir sjálfboðaliða að hjálpa til yfir helgina. Sigurður Eiríksson tekur við fyrirspurnum um æfingabúðirnar, aldursflokkamótið og sjálfboðaliðastörfin. (sigeiriks@gmail.com)