Bresk sönglög

Ólafur Kjartan Sigurðarson og Vovka Ashenazy leika sunnudaginn 4.febrúar klukkan 15 í Tónlistarhúsinu Laugarborg.
Á efnisskrá tónleika þeirra félaga eru bresk sönglög. Hæst ber lagaflokkinn Songs Of Travel eftir Vaughan Williams. Einnig flytja þeir lagaflokkinn Of Love And Death eftir Jón Þórarinsson og útsetningar á þjóðlögum eftir Benjamín Britten.
Þess má einnig geta að aðrir tónleikar verða í Þorgeirskirkju 3.febrúar klukkan 15.