Skipulagslýsing fyrir Syðra-Laugaland efra

Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Syðra Laugaland efra, þar sem gert er ráð fyrir smáhýsum til gistingar fyrir ferðamenn. Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og er einnig aðgengileg hér fyrir neðan.
Skipulagslýsing
Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 eða á netfangið: esveit@esveit.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari.
16. apríl 2015
Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar