Eyjafjarðarsveit gefur íbúum G-vítamín - Frítt í sund 17. febrúar

Fréttir

Geðhjálp gaf út dagatal þar sem er verið að bjóða 30 skammta af G-vítamíni á þorranum.

Miðvikudaginn 17. febrúar mun Eyjafjarðarsveit taka þátt í þessu og gefa öllum G-vítamín með því að bjóða frítt í sund.

Vonandi sjáum við sem flesta í sundi, en það verður opið allan daginn kl 6:30-22:00.

Nánari upplýsingar um G-vítamín er að finna á þessari síðu: gvitamin.is/sund