Félögin unnu óeigingjarnt starf á Handverkssýningunni 2010

Á síðastliðnum sveitarstjórnarfundi var samþykkt tillaga sýningarstjórnar Handverkssýningarinnar 2010, að úthluta ágóða sýningarinnar eða um þrem milljónum króna á milli þeirra félaga sem að sýningunni unnu og þeirri fjárhæð skipt á milli þeirra eftir vinnuframlagi. Þau félög sem um ræðir eru: Hestamannafélagið Funi, Kvenfélögin Aldan-Voröld, Hjálpin og Iðunn, UMF. Samherjar, Hjálparsveitin Dalbjörg og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.
Einnig var samþykkt að Handverkssýningin 2011 verði með svipuðu sniði og 2010 og að sýningarstjórn Handverkssýningarinnar verði óbreytt.

Á myndinni má sjá fulltrúa áðurnefndra félaga, ásamt sýningarstjórn Handverkshátíðar 2010, við þetta tilefni.